Nokkur góð ráð varðandi prófaundirbúninginn:
* Skipuleggið tíma ykkar vel, þá komist þið yfir meira efni.
* Búið ykkur til stundatöflu til að lesa eftir.
* Myndið litla námshópa sem læra saman.
* Gættu þess vel að fá nægan svefn.
* Ef þú ert að lesa langan texta í námsbók, er nauðsynlegt að hafa glósubók eða áherslupenna og punkta niður aðalatriði. Það situr ekki mikið eftir af texta ef þú liggur upp í rúmi og lest efnið eins og skáldsögu.
* Mundu að standa reglulega upp, teygja úr fótunum og fá þér stutta pásu. Erfitt er að einbeita sér lengur en 30 til 40 mínútur í einu.
* Farið í göngutúra til að hreinsa hugann og fá súrefni í lungun.
* Áður en þú byrjar að læra að morgni, veltu þá fyrir þér hvað þú ætlar að gera skemmtilegt þegar þessi dagur er liðin og þú hefur staðist markmið hans, s.s. skreppa í sund, horfa á uppáhalds sjónvarpsþáttinn, hitta vinina, taka vídeóspólu.
* Munið svo að við uppskerum eins og við sáum.
Nokkur góð ráð varðandi próf:
* Renndu yfir prófið og kláraðu það sem þú ert alveg viss með.
* Leggðu blað yfir svarmöguleikana og svaraðu í huganum áður en þú lest þá.
* Notaðu útilokunaraðferð eins og þú getur.
* Ef þú ert í krossaprófi, mundu að giska frekar en gera ekki neitt. Þú ert ekki dregin niður fyrir rangt svar.
Gangi ykkur vel