Heilbrigði og velferð ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Mikilvægt er að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.
Giljaskóli stefnir að því að gerast heilsueflandi grunnskóli. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Unnið verður að því að koma saman heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild. Sérstök áhersla er lögð á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þessir þættir eru: nemendur, nærsamfélag, hreyfing og öryggi, mataræði og tannheilsa, heimili, geðrækt, lífsleikni og starfsfólk. Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð:
Heimasíða um Heilsueflandi grunnskóla
Heilsustefna Giljaskóla