Í unglingadeild þarf hver nemandi að skila 37 kennslustundum á viku. Í 8. og 9. bekk eru 33 kennslustundir í kjarna og 30,5 í 10. bekk. List- og verkgreinar eru hluti af kjarna í unglingadeild. Vetrinum er skipt upp í fimm tímabil og er hvert þeirra u.þ.b. 7 vikur.
Valgreinar eru sex kennslustundir á viku í 8. - 10. bekk og þar að auki er ein bundin vinnustund þar sem nemendur velja sér verkefni. Hver valgrein samsvarar tveimur kennslustundum á viku yfir veturinn þannig að nemendur í unglingadeild þurfa að vera í þremur greinum. Nemendur eiga kost á því að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið í stað unglingastigsvalgreina(r) en til að hægt sé að meta það sem eina valgrein þarf 1 - 4 klukkustunda iðkun á viku að liggja að baki og fleiri en 5 klukkustundir ef meta á það sem tvær valgreinar. Nemandi þarf að skila staðfestingu á eyðublaði sem skólinn leggur til, frá þjálfara/kennara/foringja, á ástundun í upphafi hvorrar annar og mati á starfinu í lok hvorrar annar.
Umsókn um metið val
Valgreinar 2024 - 2025