Símafrí

Á við um alla nemendur í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar og nær yfir síma og önnur snjalltæki sem trufla kennslu og einbeitingu 

Símasáttmálinn felur í meginatriðum í sér eftirfarandi atriði;

  • Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar tekur gildi í ágúst 2024.
  • Símafrí þýðir að símar eða önnur snjalltæki eru ekki leyfð á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leiðin milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar.
  • Allir nemendur eru hvattir til að skilja símana eftir heima.
    • Ef nemendur koma með síma í skólann
      • eiga nemendur ekki að hafa símann á sér, en nemendur í 8. - 10. bekk geta geymt símana í læstum skápum í skólanum og yngri nemendur eiga að geyma símana í skólatösku. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.
      • er síminn á ábyrgð nemenda og/eða forráðamanna.
      • eiga nemendur að hafa símann þannig stilltan að hann gefi ekki frá sér hljóð eða víbring (nota flugstillingu).
      • Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum sem ákvörðuð verða í hverjum skóla.
      • Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
      • Símasáttmálinn nær einnig til annarra snjalltækja, t.d. snjallúra, að því gefnu að þau trufli eða geti truflað kennslu og einbeitingu.
      • Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til að setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að
  1. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til lok skóladags nemanda. 
  2. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins. 

Við ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.

 

Samhliða innleiðingu símasáttmála verður gengið út frá því að starfsfólk skólanna sýni fyrirmynd og noti ekki síma á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.

 

Foreldrar/forráðamenn geta ávallt haft samband við nemendur með því að hringja í ritara skólans. Þá geta nemendur alltaf fengið að hringja í skólanum.

 

Noti nemendur símtæki í heilsufarslegum tilgangi (t.d. v/ sykursýkismælinga) er undanþága veitt til að nota símann í þeim tilgangi.