- Skóladeild tekur ákvörðun, í samráði við skólastjóra, um hvaða kannanir er heimilað að leggja fyrir nemendur og/eða kennara eða annað starfsfólk í skólunum.
- Rannsakendur skulu hafa góðan fyrirvara á því að leggja fyrir kannanir eða rannsóknir í skólum. Að öðru jöfnu skulu þær rannsóknir og kannanir hafa forgang sem óskað er eftir með meira en tveggja mánaða fyrirvara.
- Þess skal jafnan gætt að rannsóknir og kannanir hafi ekki í för með sér óeðlilega röskun á skólastarfi.
- Berist margar beiðnir um rannsóknir og kannanir til skóla og talin er þörf á því að forgangsraða þeim skulu samfélagslegar kannanir s.s. á vegum heilbrigðisyfirvalda, menntastofnana, ríkis eða sveitarfélaga að öllu jöfnu hafa forgang.
- Jafnan skal þess gætt þegar könnun er heimiluð að fyrir liggi tilskilin leyfi s.s. Persónuverndar. Skólastjóri skal að öllu jöfnu leita samþykkis hjá foreldrum eða forráðamönnum vegna fyrirhugaðra rannsókna og kannana sem nemendur taka þátt í.
- Ef um álitamál er að ræða skal deildarstjóri skóladeildar bera málið undir skólanefnd.
Reglur þessar skulu birtar í skólanámskrá. Reglur þessar taka mið af viðmiðunarreglum sem settar hafa verið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þannig samþykkt á fundi skólanefndar 14. apríl 2003