Börn í 1.-4. bekk eiga kost á dvöl í Frístund eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15. Frístund er tilboð sem hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans.
Markmið
Meginmarkmið Frístundar er að sameina uppeldi og menntun við hæfi þeirra barna sem Frístundar njóta, að örva alhliða þroska þeirra, að efla með þeim virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, að efla sjálfstæði, ábyrgð, umburðarlyndi og vináttu. Reynt er að ná þessum markmiðum með fjölbreytilegum verkefnum. Mest áhersla er lögð á frjálsan leik, þar sem skólavistun er í raun frítími barnanna. Einnig er hópastarf og skapandi verkefni eftir því sem unnt er.
Skráning
Forskráning fer fram á vorönn. Í ágúst fer fram innritun í Frístund.
Gjaldskrá frá 1. janúar 2025
Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins.
Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Felur hún í sér tímann sem barnið er í frístund á hverjum degi, sem foreldri greiðir fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður.
Leiðbeiningar til að sækja um tekjutengdan afslátt á frístundagjöldum.
Ferð inn á þjónustugáttina á akureyri.is velur umsóknir, þar næst Leik- og grunnskólar – umsóknir ofl. og velur þar Beiðni um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum. Þar þarftu að fylla inn í viðkomandi eyðublað. Athuga að það þarf að skila inn nýjasta skattaframtalinu með umsókninni. Því þarftu að vera búin að sækja það fyrirfram sem viðhengi (pdf-skjal) til að geta skila upplýsingunum, sem og fyrir maka ef það á við. Einnig þarf að fylla inn í tvo reiti úr niðurstöðum skattframtalsins í formið og þar af leiðandi er ekki þægilegt að gera þetta í gegnum farsíma.
Á ensku
Applications are made on the Þjónustugátt at akureyri.is, see instructions below.
You have to log into the þjónustugáttin at akureyri.is, there you choose umsóknir, than Leik- og grunnskólar – umsóknir ofl. and finally Beiðni um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum. There you have to fill out the form.
Notice that you have to have the copy (pdf file) from your last tax return and your spouce from rsk.is and attach it with the application. You also have to fill in two fields from your tax return and put it in your application. Attention: it is easier to apply using a computer than a cellphone.
Starfsfólk
Elín Eyjólfsdóttir, umsjónarmaður, Alex Daði Blöndal, Arna Björk Baldursdóttir, Arna Sóley Grétarsdóttir, Björn Heiðar Rúnarsson, Eyrún Hermannsdóttir, Júlíana Hannesdóttir, Kristín Ásmundsdóttir, Kristín Gunnbjörnsdóttir, Regína Ásdís Bjarnadóttir, Sigurbjörn Bjarnason og Victor Leó Halldórsson
Starfstími
-
Starfstími Frístundar miðast við skólaárið og tekur sömu breytingum.
-
Daglegur opnunartími Frístundar er frá 12:30-16:15.
-
Miðað er við að viðverutími barns í skóla, þ.e. í kennslustundum og skólavistun, sé ekki lengri er 8 1/2 klukkustund á dag.
-
Þá daga sem kennsla er felld niður, t.d. vegna veðurs eða annars ófyrirséðs skulu skólavistanir vera opnar á venjulegum tíma, þ.e. frá hádegi fyrir þau börn sem skráð eru í vistun. Skólar loka ekki í slíkum tilvikum heldur eru opnir fyrir þau börn sem þangað leita.
-
Á hverju skólaári er Frístund lokað sem svarar þremur dögum vegna samstarfsfunda og koma þeir dagar fram á skóladagatali Giljaskóla.
-
Breytingar á mánaðarlegri skráningu er hægt að gera, ef það er gert fyrir 20. næsta mánaðar á undan.
-
Á löngum dögum þegar Frístund er opin allan daginn og á þeim dögum sem ekki er hefðbundin kennsla gildir EKKI föst skráning og þarf að skrá sérstaklega fyrir þá daga og er greitt sérstaklega fyrir þá. Fyrir þessa daga þarf að skrá nemanda í lengda viðveru í kerfinu Völu fyrir 20. næsta mánaðar á undan. Umsjónarmaður sendir póst þegar búið er að opna fyrir þær skráningar. Þessir dagar eru merktir á skóladagatalinu. Á svona dögum þurfa nemendur að koma með nesti fyrir morgunhressingu. Í boði að kaupa hádegismat og síðdegishressingu.
-
Veikindi, frí og önnur forföll þarf að tilkynna í Frístund í síma 462 4825 eða til ritara skólans í síma 462 4820. Það má einnig senda póst á netfangið fristund@giljaskoli.is
-
Ef það þarf að koma skilaboðum til starfsmanna / nemenda má hringja í Frístund 462 4825 eða senda póst á fristund@giljaskoli.is t.d. ef þau eiga að fara fyrr heim eða heim með einhverjum þá þarf leyfi að koma frá foreldrum/forráðamönnum.
Sími Frístundar er 462 4825
Netfang Frístundar (allir starfsmenn lesa): fristund@giljaskoli.is
Netfang umsjónarmanns: ellae@giljaskoli.is