Námsráðgjafi

Námsráðgjöf

Við Giljaskóla starfar Hrefna Rut Níelsdóttir  í 60 % starfi. Hægt er að bóka viðtalstíma með því að hringja (462-4820) eða senda tölvupóst hrefnar@giljskoli.is Þá má senda fyrirspurnir og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að nýta sér þjónustu námsráðgjafans.

Staðsetning og viðvera:

Námsráðgjafinn er með skrifstofu á annarri hæð skólahússins við hliðina á skrifstofu skólahjúkrunarfræðings. Viðvera er:

Mánudagar              Þriðjudagar               Miðvikudagar                 Fimmtudagar          

08:10 - 14:30        08:00 - 13:30             08:00 - 15:30                08:10 - 13:30            

Hlutverk námsráðgjafans er að:

  • Standa vörð um velferð nemenda og starfa í þágu þeirra
  • Vera trúnaðarmaður og málsvari nemenda
  • Auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru að:

  • Veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur
  • Stuðla að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu þannig að þeir meti raunsætt möguleika varðandi nám og starf
  • Aðstoða nemendur  við að gera sér grein fyrir áhugasviðum og hvetja þá til sjálfsábyrgðar og stefnufestu
  • Safna og miðla upplýsingum um nám og störf
  • Undirbúa nemendur undir flutning milli skóla og/eða skólastiga
  • Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi
  • Hjálpa nemendum við að leita sér aðstoðar innan og utan skólans
  • Sinna forvarnarstarfi vegna vímuefna og annarra vágesta sem gætu raskað lífi nemendanna.

Ráðgjöf fyrir alla nemendur:

Lögð er áhersla á að ráðgjöfin stendur öllum nemendum til boða og ekki þarf að vera fyrir hendi vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til að þeir geti komið í viðtal. Ef nemendur vilja ræða við einhvern um daginn og veginn eða vonir sínar og væntingar í lífinu þá er um að gera að panta tíma. Námsráðgjafi getur líka boðað nemendur til viðtals og ekki þarf að vera nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.

Þagnarskylda náms- og starfsráðgafa:

Þagnarskylda er virt gagnvart nemendum varðandi þær upplýsingar sem námsráðgjafa er trúað fyrir í starfi sínu. Námsráðgjafi getur því aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi nemandi samþykkt að aflétta trúnaði eða ef námsráðgjafinn metur það svo að líf og heilsa nemandans sé í húfi.