Aðalfundur foreldrafélags Giljaskóla verður haldinn 2.október klukkan 19:30 í sal Giljaskóla
1. Venjuleg aðalfundarstörf – kynning á störfum foreldrafélagsins, farið yfir reikninga.
2. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, verkefnastjóri frístundar, verður með kynningu á verkefninu Samfelldur vinnudagur barna í 1.-4. bekk. Markmiðið með verkefninu er að koma á samþættum vinnudegi í skólum og frístundaheimilum þannig að skólastarf, hvíld, tómstundir, íþróttir, tónlist og frístundaheimilin myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í 1.-4. bekk.
3. Ólafía Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í félagsmálum barna, segir okkur frá félagsstarfi á miðstigi.
Kaffi og súkkulaði í boði
Hvetjum alla foreldra að koma, taka þátt og láta sig málin varða, gott samstarf milli foreldra og skóla eflir börnin okkar.
Stjórn foreldrafélagsins