Fréttir

Skólahreysti

Giljaskóli keppir í Skólahreysti 30. apríl kl: 20:00.
Lesa meira

Foreldranámskeið Velferðarsviðs og HSN fyrir foreldra 0-10 ára barna

Velferðarsvið og Heilbrigðisstofnun Norðurlands standa fyrir foreldranámskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar.
Lesa meira

Skóladagatal 2025 - 2026

Hér má sjá skóladagatal fyrir næsta skólaár
Lesa meira

Árshátíðir nemenda

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 8. apríl, miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það verða posar á staðnum. Aðgangseyrinn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða. Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir; Þriðjudagur 8. apríl kl. 17:00 sýning stuttmynda nemenda í 8. - 10. bekk; afrakstur stuttmyndadaga. Miðvikudag 9. apríl kl. 17:00 sýna: Sérdeild, 3. bekkur, 5. bekkur og 7. bekkur. Fimmtudag 10. apríl kl. 17:00 sýna: Sérdeild, 1. bekkur, 2, bekkur, 4. bekkur og 6. bekkur.
Lesa meira

Starfamessa fimmtudaginn 13. mars í Háskólanum

Á morgun, fimmtudaginn 13. mars munu nemendur í 9. og 10. bekk fara á Starfamessu í Háskólanum.
Lesa meira

Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsusviðs- Rebekka Rós í 7. bekk

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.
Lesa meira

Bingó - Bingó

Bingó í Giljaskóla 3. mars kl. 17:00 ....
Lesa meira

Upphátt 2025- upplestrarkeppni hjá 7. bekk

Frábær undankeppni Upphátt fór fram á sal skólans 24. febrúar það voru 13 mjög frambærilegir lesarar sem tóku þátt og stóðu þau sig öll frábærlega. Það voru þau Kría Steinunn Hjaltadóttir og Grettir Georgsson sem báru sigur úr bítum og munu keppa í aðalkeppninni þann 18. mars. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum öðrum nemendum í 7.bekk til hamingju með góðar framfarir.
Lesa meira

28. febrúar Dagur einstakra barna

28. febrúar- Glitraðu með einstökum börnum. Dagur sjáldgæfra sjúkdóma og heilkenna 2025. Á föstudaginn ætlum við að ,,glitra í Giljaskóla" í tengslum við dag einstakra barna.
Lesa meira

Þorrablót hjá 2. bekk.

Í dag var haldið þorrablót í 2. bekk. Nemendur komu með ýmsar kræsingar að heiman á þorrablótið.
Lesa meira