13.02.2025
Í dag var haldið þorrablót í 2. bekk. Nemendur komu með ýmsar kræsingar að heiman á þorrablótið.
Lesa meira
10.02.2025
Sæl og blessuð
Í dag mun opna fyrir skráningu í nemendastýrð foreldraviðtöl á Mentor (flísin foreldraviðtöl) og lokar fyrir skráningu 14. febrúar.
Að gefnu tilefni, langar okkur að biðja ykkur að gefa foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum forgang í að skrá í dag og þeir sem eiga eitt barn geti þá byrjað að skráð á morgun.
Með fyrirfram þökkum,
Stjórnendur Giljaskóla
Lesa meira
05.02.2025
Rauð veðurviðvörun skellur á hér á Akureyri kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16. Verst verður veðrið á Tröllaskaga (þar sem skólahaldi hefur verið aflýst) en áhrifa mun gæta hjá okkur á Akureyri.
Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir, en skv. verklagsreglum okkar (sjá viðhengi) verða foreldrar að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans.
Lesa meira
24.01.2025
Miðvikudaginn 29. janúar er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfj all. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en utanskóla valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Að þessu sinni er Skautahöllin ekki í boði.
Nemendur í 1.-4. bekk mæta í skólann kl. 8:10 (rútur fara 9:45 og skóla lýkur um kl. 12:15 (rútur frá fj alli 11:45)
Nemendur í 5. -7. bekk mæta í skólann kl. 8:30 (rúta fer 8:45) og skóla lýkur kl. 12:30 (rúta frá fj alli 12:00)
Nemendur í 8.- 10. bekk mæta í skólann kl. 8:40 (rúta fer 9:00) og skóla lýkur kl: 12:40 (rúta frá fj alli 12:15).
Lesa meira
23.01.2025
Nú vorum við að kaupa nýja tjáskiptatölvu fyrir nemendur í sérdeild. Tölvan er með augnstýribúnaði svo hægt er að þjálfa nemendur að svara með augunum.
Lesa meira
22.01.2025
Hér má sjá jólakortin sem við fengum sent frá þeim...
Lesa meira
20.01.2025
Í tilefni af Upphátt upplesrarkeppninar var haldin teiknisamkeppni um veggspjald til að auglýsa keppnina. Nemendur í 7. bekk Giljaskóla tóku þátt þátt í teiknisamkeppninni og stóð Ragnheiður Klara Pétursdóttir 7. bekk Giljaskóla uppi sem sigurvegari. Óskum við henni til hamingju með myndina sína.
Lesa meira
20.12.2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
06.12.2024
Góð þátttaka í lestrarátaki
Nemendur skólans hafa nýtt síðustu tvær vikur til að leggja enn frekari rækt við lesturinn. Eftir hvern lestur skráðu nemendur þær mínútur sem þeir lásu og lituðu einn tetris kubb. Í heildina lásu nemendur um 74 þúsund mínútur. Hér má sjá súlurit þar sem sést lestur hvers stigs.
Lesa meira
02.12.2024
Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Af því tilefni hópuðust nemendur og starfsfólk saman í íþróttahúsið, hlustuðum saman á setningu og sungu saman ,,Húsið og ég" eftir að hafa hlustað á fluttning Helga Björnssonar á laginu.
Lesa meira