Skólahreysti

 

Giljaskóli keppir í Skólahreysti á miðvikudagskvöldið 30.4.25 kl. 20:00 í Íþróttahöllinni. Við hvetjum nemendur á unglingastigi til að mæta og styðja við bakið á keppendum. Giljaskóli klæðist bleikum lit og eigum við 100 bleika boli sem hægt er að lána nemendum sem vilja. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og skemmta sér og hvetja keppendur skólanna á Akureyri til dáða.