Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsusviðs- Rebekka Rós í 7. bekk

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Rebekka Rós Vilhjálmsdóttir, nemandi í Giljaskóla hlaut viðurkenningu að þessu sinni  fyrir jákvæðni og hrós. Óskum við henni innilega til hamingju.