Fréttir

Sumarlokun Giljaskóla

Skólinn verður lokaður frá 26. júní til 7. ágúst vegna sumarleyfa.
Lesa meira

UNICEF Hreyfingin - TAKK!

Takk kærlega fyrir samstarfið í ár og takk kærlega fyrir þátttöku ykkar í UNICEF-Hreyfingunni í ár! Þetta var svo sannarlega frábær söfnun en það söfnuðust 116.883 krónur! Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Við viljum nýta tækifærið og deila með ykkur dæmum um hvað hægt er að gera fyrir upphæðina sem safnaðist!
Lesa meira

Skólaslit 5. júní

Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar: Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla kl. 9:00 en fara síðan í stofur til að kveðja samnemendur og umsjónarkennara. Gert er ráð fyrir að þetta taki 45 - 60 mín. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Útskrift 10. bekkjar: Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00. Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn kl. 15:30. Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og aðstandendur. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Upplýsingar frá Heimili og skóla

Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Lesa meira

Miðstig Giljaskóla vinnur til verðlauna

Í vetur hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í samkeppni á vegum Literacy Planet sem ber heitið Word Mania. Þátttakendur úr skólum frá 78 löndum tóku þátt í að efla læsi og lesskilning í ensku og náðu nemendur Giljaskóla 1.sæti í sínum flokki sem er frábær árangur. Í verðlaun fá þau árs aðgang að Literacy Planet fyrir allan skólann sem kemur sér mjög vel fyrir okkar nemendur á næsta ári. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta flotta afrek.
Lesa meira

UNICEF hreyfing

Í dag fór fram hreyfing hjá okkur í Giljaskóla til styrktar verkefna UNICEF. Allir þeir sem tóku þátt í hreyfingunni fengu svokallaðan "heimspassa" og límmiðarnir inn í honum eru til marks um hversu marga hringi viðkomandi fór. Þeir sem hétu á nemendur geta lagt inn á þessa söfnunarsíðu hér: https://sofnun.unicef.is/team/giljaskoli-hreyfingin-2023 Þess ber að geta að áheitin eru meira til gamans og
Lesa meira

Samvinna barna vegna

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að
Lesa meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu

Leikhópurinn Lotta kom til okkar í heimsókn í morgun og voru með söngvasyrpu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Tvær ævintýrapersónur voru með atriði úr ævintýraskógi Lottu þar sem sprell, söngur og fjör var í fyrirrúmi. Skemmtu nemendur sér vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa sýningu.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitti nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli
Lesa meira

Skóladagatal 2023 - 2024

Skóladagatal 2023 - 2024
Lesa meira