Fréttir

Viðurkenning

Á föstudag fór fram viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs til starfsmanna sem skara fram úr í sínu starfi. Ásdís Elva okkar fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi kennsluhætti og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira

ABC börnin og söfnunin

Í apríl vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár en við gerðum enn betur eða 130 þús kr. Fyrir söfnun var ákveðið að umfram peningur yrði til styrktar börnum í Úkraínu. Unicef stendur fyrir söfnun og ætlum við að styrkja hana. Undanfarin ár hefur verið smá afgangur af hverri söfnun og verður hann nýttur núna og því getum við lagt til 100 þúsund.
Lesa meira

Árshátíð 1. - 7. bekkjar og sérdeildar stendur yfir

Nú stendur árshátíð yfir í Giljaskóla og hafa nemendur sérdeildar og 1. - 7. bekkjar undirbúið fjölbreytt og skemmtileg atriði. Loksins, loksins fá þau tækifæri til að sýna fyrir foreldra og aðra gesti. Seinni sýning árshátíðar verður í dag kl. 17 og hvetjum við alla áhugasama til að koma og taka þátt í gleðinni með okkur. Að sýningu lokinni er glæsilegt kaffihlaðborð og eru það nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra sem eiga veg og vanda að því. Allur ágóði kaffihlaðborðsins rennur í útskriftarferð 10. bekkjar. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Hátíðarhöld í Giljaskóla

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans fimmtudaginn 24. mars, miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það er ekki posi á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða. Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir; Fimmtudag 24. mars kl. 17:00 sýning stuttmynda nemenda í 8. - 10. bekk; afrakstur stuttmyndadaga. Miðvikudag 30. mars kl. 17:00 sýna: Sérdeild og 1. - 7. bekkur Fimmtudag 31. mars kl. 17:00 sýna: Sérdeild og 1. - 7. bekkur Árgangarnir sýna ýmist í heilu lagi eða tvískipt og munu foreldrar fá nánari upplýsingar frá umsjónarkennurum um það á hvorri sýningunni börn þeirra sýna. Myndband frá nemendum sérdeildar verður sýnt á báðum sýningum. Sýningar nemenda munu taka um það bil eina klukkustund. Sjoppa verður opin í íþróttasalnum á stuttmyndasýningunni fimmtudaginn 24. mars en að loknum sýningum 30. og 31. mars verður kaffisala á vegum 10. bekkjar í sal skólans til styrktar ferðasjóði bekkjarins. Kaffi og meðlæti kostar 1500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í 8. - 10. bekk, 500 krónur fyrir nemendur í 1. - 7. bekk og yngri börn fá frítt. Árshátíðarball fyrir nemendur í 7. - 10. bekk verður föstudagskvöldið 6. maí. Nánar auglýst síðar. Við vonum að allir sjái sér fært að mæta og eiga góða stund í skólanum með börnum sínum.
Lesa meira

Fulltrúar Giljaskóla í Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í morgun tóku nemendur 7. bekkjar þátt í vali skólans fyrir Upphátt – Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Ellefu nemendur spreyttu sig við upplestur á textabroti og ljóði fyrir bekkinn sinn, kennara og dómara og stóðu sig öll með miklum sóma. Bekkjarfélagarnir stóðu sig líka virkilega vel sem góðir áheyrendur. Lokakeppni Upphátt fer fram fer í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í næstu viku. Þar munu fulltrúar allra grunnskóla bæjarins mætast við hátíðlega athöfn. Fulltrúar Giljaskóla sem valdir voru í morgun fyrir Upphátt eru þau Alexandra Kolka Stelly Eydal, Guðmundur Ari Jónsson og Hreggviður Örn Hjaltason (varamaður).
Lesa meira

Gaf vasapeninginn sinn til Úkraínu

Ada Sóley Ingimundardóttir, 8 ára nemandi í Giljaskóla, er með hjartað á réttum stað. Hún gaf á dögunum ársvirði af vasapeningunum sínum í söfnun fyrir íbúa í Úkraínu. Þetta framtak hennar er algjörlega til fyrirmyndar og mun án efa koma að góðum notum. Vefmiðillinn Kaffið skrifaði meðfylgjandi frétt með viðtali við þessa gjafmildu stúlku.
Lesa meira

Dagarnir 28. febrúar - 4. mars

Mánudaginn 28. febrúar - Foreldraviðtalsdagur (nemandi mætir með foreldrum sínum). Skráning í viðtöl fer fram á Mentor til 24. feb. Samtalstíminn er 30 mínútur. Til að skrá sig í samtalið er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flísina "foreldraviðtöl". Athugið að ekki er hægt að bóka viðtal á aðgangi nemanda. Hefðbundinn skóladagur hjá nemendum sérdeildar. Þriðjudaginn 1. mars - Foreldraviðtalsdagur (nemandi mætir með foreldrum sínum). Skráning í viðtöl fer fram á Mentor til 24. feb. Samtalstíminn er 30 mínútur. Til að skrá sig í samtalið er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flísina "foreldraviðtöl". Athugið að ekki er hægt að bóka viðtal á aðgangi nemanda. Hjá sérdeild er skipulagsdagur og opið hús eftir hádegi. Nánari upplýsingar berast aðstandendum nemenda í sérdeild með töluvupósti.
Lesa meira

Ekkert skólahald á morgun, mánudag

Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir. Ákvörðun sem þessi hefur ekki verið tekin áður með þessum hætti en í ljósi þess að búið er að hækka viðbúnaðarstig og helstu sérfræðingar tala fyrir slíkri ákvörðun er þá er hún tekin. Vonandi gengur veðrið yfir á fáum klukkutímum en þar sem reikna má með að það taki nokkra klukkutíma að opna helstu leiðir innanbæjar eftir að veðrinu slotar þá er ólíklegt að ferðafært verði á morgun. Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli. Með kveðju, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar
Lesa meira

Menntastefna Akureyrarbæjar 2020-2025

Menntastefna Akureyrarbæjar var samþykkt á síðasta ári og vinna skólarnir nú að innleiðingu hennar. Áhersla er lögð á innra mat og umbætur út frá því. Þættir sem liggja þar undir stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og fyrirkomulag innra mats. Nú er hægt að kynna sér áherslur menntastefnunnar á nýrri heimasíðu hennar, www.menntastefna.akureyri.is Við hvetjum alla aðila skólasamfélagsins til að kynna sér stefnuna.
Lesa meira

Fréttabréf Giljaskóla

Um leið og við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla sendum við lítið fréttabréf frá stjórnendum skólans.
Lesa meira