Fréttir

Fræðsla gegn einelti í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti

Þann 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni nýttum við liðna viku til að vinna samkvæmt nýrri fræðsluáætlun okkar gegn einelti. Góð fræðsla eykur vitund barna um einelti og getur komið í veg fyrir að það eigi sér stað. Giljaskóli býr yfir góðri viðbragðsáætlun gegn einelti en það er alltaf markmið okkar að þurfa ekki að virkja hana. Fræðsluáætlunin okkar gengur út á það að á þessum degi fái hver einasti árgangur skólans fræðslu sem miðar að aldri þeirra. Unnið út frá sögum, leikritum eða bíómyndum sem á einhvern hátt fjalla um samskipti og einelti. Við væntum þess að þessi viðbót komi sterk inn í forvarnarstarfið okkar.
Lesa meira

Skólastarfið næstu daga og vikur

Í gærkvöld birti heilbrigðisráðuneytið reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Í kjölfarið höfum við endurskoðað skipulag skólastarfsins frá og með þriðjudeginum 3. nóvember til og með 17. nóvember 2020. Við erum búin að skipta öllum skólanum í hólf/svæði og höfum eins lítil samskipti á milli svæða og við mögulega getum. Við getum vissulega nýtt okkur reynsluna frá því í vor þar sem við erum á svipuðum stað núna og við vorum í mars.
Lesa meira

Skipulagsdagur á morgun, mánudaginn 2. nóvember

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Giljaskóla Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður starf leik-, grunn og tónlistarskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum. Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag. Með kærri kveðju, skólastjórnendur Giljaskóla Kristín, Vala og Helga Rún.
Lesa meira

Til foreldra / forráðamanna barna í Giljaskóla

Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda í dag um frekari takmarkanir í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19 má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi. Við munum endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við nýja reglugerð um skólastarf sem von er á um helgina. Þið fáið upplýsingar um fyrirkomulagið framundan um leið og það liggur fyrir, trúlega seinnipartinn á sunnudag. Nú þurfum við halda í bjartsýnina og klára þetta í sameiningu. Með kærri kveðju frá skólastjórnendum í Giljaskóla, Kristín, Vala og Helga Rún
Lesa meira

Öryggi nemenda í Giljaskóla

Öryggi nemenda í Giljaskóla Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í Giljaskóla. Allir geta verið sammála um nauðsyn þess að tryggja öryggi barna á leið í og úr skóla. Við biðlum til ykkar um að huga vel að öryggi barnanna á leið í og úr skóla. Giljaskóli er fjölmennur vinnustaður, hér eru um 400 nemendur og hér starfa um 80 starfsmenn. Auk þess deilum við að hluta til bílastæðum með leikskólanum Kiðagili og er mikil umferð þar á morgnana. Nú er skammdegið skollið á og því er dimmt þegar nemendur koma í skólann á morgnana og því viljum við hvetja ykkur til að tryggja að börnin séu með endurskinsmerki. Einnig þurfum við sem mest við getum að minnka umferð á skólalóðinni. Margir nemendur eru keyrðir að skólanum og þetta skapar hættu hjá þeim sem eru að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Við hvetjum til að börn innan hverfisins komi gangandi eða hjólandi (þá með ljós að framan og aftan) og þeir nemendur sem koma úr öðrum hverfum nýti strætó ef hægt er. Það er auk þess lýðheilsu- og umhverfismál að venja sig á að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Lengi býr að fyrstu gerð. Með kærri kveðju, starfsfólk Giljaskóla
Lesa meira

Hertar sóttvarnaaðgerðir

Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með morgundeginum verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku. Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.
Lesa meira

Réttindaskólinn - aðgerðaáæltun

Haustið fer vel af stað og innleiðing réttindaskólans gengur vonum framar. Við erum afskaplega stolt af nemendum í réttindaráði og eiga þeir hrós skilið fyrir sitt framlag. Bráðum líður að úttekt þar sem UNICEF mun vega og meta innleiðinguna og hvort við séum hæf til að hljóta viðurkenningu sem Réttindaskóli þann 20. nóvember. Á fyrstu vikum haustsins vann réttindaráð að því að tengja greinar barnasáttmálans við aðgerðaáætlunina. Við erum spennt fyrir því að ljúka innleiðingarferlinu á næstu vikum.
Lesa meira

Nemendasamtöl

Vegna sóttvarnaraðgerða verða foreldrar ekki boðaðir í skólann í samtöl því nauðsynlegt er að takmarka komur í skólann við nemendur og starfsfólk. Samtölin munu fara fram með hjálp fjarfundaforrits (google meet) og bindum við vonir við að það beri sama árangur og ella hefði orðið. Hlekkur á skjal fáið þið með því að smella á fréttina.
Lesa meira

Útivistardagur næsta föstudag

Við frestuðum útivistardegi 4. september vegna veðurs en nú er hann kominn á dagskrá næstkomandi föstudag, 18. september. Nemendur skólans munu þá njóta útivistar og hreyfingar þennan dag og fá foreldrar nánari skilaboð um það frá umsjónarkennurum. Veðurspáin er góð og vonumst við til að við getum notið veðurblíðunnar.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í gær

Nemendur Giljaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gátu nemendur valið að hlaupa 2,5 km, 5 og 10 km. Með hlaupinu er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Til að skapa góða stemningu var tónlist spiluð við skólann og boðið upp á ávexti. ÍSÍ mun senda nemendum viðurkenningarskjal á næstu dögum.
Lesa meira