Í dag, þriðjudaginn 23. mars, kom Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra í heimsókn til okkar í Giljaskóla. Tilefnið var að kynnast starfinu í Giljaskóla og heyra hvaða áhrif það hefur á skólastarfið að Giljaskóli sé orðinn Réttindaskóli Unicef.
Þrír nemendur skólans, þau Brynja Dís, Ívan Elí og Kristinn Örn, fulltrúar úr réttindaráði skólans, gengu um skólann með ráðherra, sögðu frá skólastarfinu og svöruðu fyrirspurnum ásamt fulltrúum starfsfólks í réttindaráði og stjórnendum.
Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna!