Fréttir

Fjör hjá 5. bekk

5.bekkur ákvað að nýta sér veðrið og skella sér í Vættagilsbrekkuna að renna. Mikið fjör og mikið gaman. Hvatning til allra í Giljaskóla að nýta helgina vel í hreyfingu.
Lesa meira

Skólahald með eðlilegum hætti á Akureyri

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðu skólans og í tölvupósti.
Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun

Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra. Að höfðu samráði við lögreglu þykir ekki ástæða til að láta veðrið raska skólahaldi í bænum. Fylgist vel með heimasíðu skólans og tölvupóst.
Lesa meira

Opið hús vegna skólavals

Næstkomandi fimmtudag, 13. febrúar kl. 9-11, verður opið hús hér í Giljaskóla fyrir forráðamenn barna sem eru að hefja nám í 1. bekk. Stjórnendur skólans taka á móti gestum, kynna þeim skólastarfið og svo er gengið um skólahúsnæðið.
Lesa meira

Þorrablót hjá 4. bekk

Síðastliðinn föstudag, þann 7. febrúar, var 4. bekkur með sameiginlegt þorrablót. Hver nemandi kom með þorramat að heiman og lagði á sameiginlegt hlaðborð. Nemendur fengu fræðslu um upphaf þorrablóta og afhverju borðaður er súrmatur. Á hlaðborðinu mátti finna allar helstu tegundir af þorramat og voru nemendur óhræddir við að prófa að smakka bæði hákarl og súrsaða hrútspunga. Þorrablótið var skemmtileg byrjun á vinnu um íslenska þjóðhætti sem er næst á dagskrá hjá 4.bekk.
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Útivistardegi 6. febrúar festað. Ný dagssetning 18. febrúar
Lesa meira

Skíðadagur í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 6. febrúar 2020

Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 er nemendum Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall.
Lesa meira

ABC börnin og söfnun

Í janúar vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu.
Lesa meira

Eyðublað til að tilkynna einelti eða grun um einelti

Nú er komið á heimasíðu Giljaskóla eyðublað sem hægt er að nota til að tilkynna einelti eða grun um einelti. Hlekkinn er að finna á forsíðu heimasíðunnar undir "tenglar". Við hvetjum aðila skólasamfélagsins til að nýta þennan hlekk eða hafa samband við umsjónarkennara ef grunur vaknar um einelti. Rafrænar tilkynningar berast til námsráðgjafa sem er aðili í aðgerðarteymi skólans. Fer erindið þá fyrir aðgerðarteymið og vinnur teymið ásamt umsjónarkennara og foreldrum að könnun og úrlausn málsins. Unnið eftir aðgerðaráætlun skólans gegn einelti. Við hvetjum foreldra til að kynna sér þá áætlun sem er að finna hér á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Valgreinar falla niður í dag

Valgreinar falla niður í dag vegna veðurs.
Lesa meira