Fréttir

Rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum. Í gegnum tíðina hefur þetta átt við þegar margar tölvur eru settar upp í sama rými og fólk keppist um að standa sig sem best. Þannig var t.d. heimsmeistaramótið í Atari leiknum Space Invaders árið 1980. Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og tölvuleikir eru nú í dag að miklu leiti spilaðir í gegnum netið. Þetta nýja umhverfi hefur skapað mun betri aðstæður til samkeppni en áður, nú þarf ekki fjölmargar tölvur á einum stað heldur geta lið frá öllum heimshornum keppt á móti hvort öðru á netinu. Á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta vaxið mikið og nú í dag eru yfir 400 milljónir manna sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum og hafa stærstu viðburðirnir sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Sem dæmi má nefna að yfir 60 milljón manns fylgdust með úrslitaleik liðanna Royal Never Give Up og Kingzone Dragonx í League of Legends sumarið 2018. Það er þrefaldur fjöldi þeirra sem horfðu á úrslitaleik NBA deildarinnar árið 2017.
Lesa meira

Skólaslit 3. júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk og sérdeild hefjast kl. 10:00 í íþróttahúsinu og í framhaldi kveðja þeir umsjónarkennara sína í heimastofum. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir. Áætlað að þetta taki um klukkustund. Frístund er lokuð. Skólaslit hjá 10. bekk hefjast kl. 16:00 í íþróttahúsinu og eiga nemendur að mæta stundvíslega kl. 15:20 í íþróttahúsið því það verður byrjað á myndatöku. Að því loknu er hið hefðbundna kaffihlaðborð fyrir 10. bekk og aðstandendur í matsal Giljaskóla.
Lesa meira

Tóbakslaus bekkur

Nemendur í 7. HR tóku þátt í verkefni í vetur sem Embætti landlæknis leggur fyrir. Verkefnið kallast Tóbakslaus bekkur og þurfa nemendur að búa til áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. 7., 8. og 9. bekkur mega taka þátt. Okkar krakkar ákváðu að búa til stuttmynd og lag og lögðu mikla vinnu og metnað í verkefnið. Þau sáu um handritsgerð, lag, textagerð, upptökur, leik, leikmuni, klæðnað og klippingu ásamt því að skrifa undir að hafa verið tóbakslaus í vetur. Embætti landlæknis fékk send verkefni frá 230 bekkjum af landinu öllu og verðlaunaði 10 verkefni sem þóttu skara fram úr, en 7. HR átti eitt þeirra og fær bekkurinn 5 þús. krónur á hvern nemanda til að gera eitthvað skemmtilegt nú á vordögum. Hér er hægt að skoða
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk og foreldra verður haldinn í skólanum næstkomandi fimmtudag 23. maí kl. 10.00 á sal skólans. Á fundinum fara nemendur í kynnisferð um skólann í fylgd 5. bekkinga sem eru verðandi vinabekkir þeirra næstu árin. Á meðan munu stjórnendur skólans funda með foreldrum og upplýsa þá um hvernig skólastarfi verði háttað næsta vetur. Á fundinn mæta einnig verðandi umsjónarkennarar árgangsins og umsjónarmaður Frístundar sem segir frá lengdri viðveru.
Lesa meira

Skóladagatal 2019 - 2020

Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2019 - 2020
Lesa meira

Nýr skólastjóri og nýr deildarstjóri yngri bekkjardeilda

Miðvikudaginn 15. maí kemur nýr skólastjóri til starfa við Giljaskóla. Það er Kristín Jóhannesdóttir sem verið hefur skólastjóri í Oddeyrarskóla síðast liðin ár. Kristín tekur formlega við sem skólastjóri þennan dag en ég mun vinna með henni út skólaárið við að setja hana inn í mál og aðstoða eftir þörfum. Ég mun sjá um skólaslitin hér í Giljaskóla í vor og Kristín um skólaslitin í Oddeyrarskóla. Þorgerður Guðlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri, hættir einnig nú í lok skólaársins og kveður þar með síðasti aðstoðarskólastjóri á Akureyri. Í öllum grunnskólum bæjarins verða þá skólastjórar og með þeim deildarstjórar þar sem annar er staðgengill skólastjóra. Vala Stefánsdóttir, deildarstjóri í Giljaskóla, verður deildarstjóri eldri bekkjardeilda og staðgengill skólastjóra í Giljaskóla. Nýr deildarstjóri yngri bekkjardeilda hefur verið ráðinn og tekur til starfa 1. ágúst 2019. Það er
Lesa meira

Ball fyrir 1. - 4. bekk

Fimmtudaginn 2. maí ætlar 10. bekkur að halda náttfataball fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 17-18:30. Nemendum er boðið að koma í náttfötum eða kósýgöllum og gera sér dagamun. Tónlist verður í salnum, nemendur 10. bekkjar stjórna leikjum og boðið verður upp á myndasýningu í Dimmuborgum fyrir þá sem vilja hafa það náðugra eða hvíla sig frá dansinum um stundarsakir. Aðgangseyrir er 500 kr. Einnig verður sjoppa á staðnum og er eftirfarandi í boði:
Lesa meira

SKÓLALEIKUR

Hvað er „skólaleikur“. Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl. „Skólaleikur“ er starfræktur í tvær vikur og hefst á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil frá 12. – 19. ágúst (6 dagar) eða alla 10 dagana þ.e. 6. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Gert er ráð fyrir að börnin ljúki leikskólagöngu sinni um sumarlokun leikskóla og stendur til boða að hefja „skólaleik“ í grunnskólanum sínum þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi*. Þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega á leikskóla að halda að loknu sumarleyfi leikskólans og fram að „skólaleik“, eru beðnir að snúa sér til
Lesa meira

Hæfileikakeppni í Hofi

Þann 10. apríl var haldin hæfileikakeppni í Hofi þar sem 42 krakkar létu ljós sitt skína í 18 atriðum á sviðinu. Sigurvegari var nemandi úr Giljaskóla, Matthildur Ingimarsdóttir, 10 ára, sem söng lagið "Scars to your beautiful". Við óskum henni innilega til hamingju :)
Lesa meira

Stuttmyndakeppnin Stulli

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Hofi í gær, fimmtudagskvöldið 11. apríl. Markmið stuttmyndakeppninnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna list sína á sviði kvikmynda og keppa meðal jafningja til verðlauna. Keppnin er á vegum félagsmiðstöðvanna og Ungmennahúss. Hún var að þessu sinni haldin í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri og því var aldurstakmark þátttakenda 13-18 ára. Keppnin var einnig styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyjafjarðar. Nemendur úr 9. RK í Giljaskóla urðu í 3. sæti, þær Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, Agnes Vala Tryggvadóttir og María Björk Friðriksdóttir. Stórglæsilegt og óskum við þeim innilega til hamingju !
Lesa meira