Fréttir

Að stunda hreyfingu

Ég hef mjög gaman af íþróttum og skólaíþróttum þar með talið. Mér finnst mjög gaman hvað það er mikil fjölbreytni í íþróttatímunum hér í Giljaskóla og íþróttakennararnir eru að standa sig vel í að halda hreyfingu að okkur krökkunum. Þeir eru líka mjög duglegir að fylgjast vel með og leiðbeina okkur í tímunum. Persónulega myndi mér finnast gaman að fá að læra meira um íþróttir. Læra um mikilvægi hreyfingar, um vöðvana, meiðsli, hvað á að gera til þess að forðast meiðsli og vinna úr þeim. Fá að vita meira um mataræði og næringu. Ég held að það sé mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að læra um áhrif hreyfingar og þjálfunar á helstu líffæri eins og hjarta, lungu, vöðva og taugakerfi. Eiginlega að læra bóklega um íþróttir. Þetta gæti til dæmis verið
Lesa meira

Giljaskóli - kostir og gallar

Í Giljaskóla eru bæði kostir og gallar og það er það sem ég er að fara að tala um. Skólatölvurnar eru rusl og þá meina ég rusl. Það tekur svo mikinn tíma að kveikja á þeim og þær eru orðnar eldgamlar og hægar. Mér finnst eins og það ætti að kaupa nýjar ódýrar tölvur sem virka betur en þessar tölvur eða kaupa lyklaborð á spjaldtölvurnar. Svo að við getum tengt lyklaborðið við spjaldtölvurnar. Ef það er ekki hægt að gera það þá þarf að kaupa nýjar skólatölvur. Það þarf líka að endurnýja sófana i Dimmuborgum af því að þeir eru orðnir rifnir og gamlir
Lesa meira

Kynjamismunur kennara í Giljaskóla

Kynjamismunur kennara í Giljaskóla er rosalegur. Konur eru mikið fleiri og eru karlar aðeins rúmlega 18 prósent af öllu starfsfólki Giljaskóla. Ég vil hvetja fleiri karla til að verða kennarar. Hér í Giljaskóla eru aðeins rúmlega tíu karlar í starfsliði Giljaskóla. Mér finnst það ekki nóg og vil ég fá fleiri karla til þess að kenna. Ég hef ekkert á móti konunum en mér finnst vanta fleiri karla til að kenna, þá getum við fengið fleiri nýjar hugmyndir og fáum öðruvísi kennslu í skólanum. Þeir karlar sem eru að kenna eru til dæmis að kenna íþróttir og sund, íslensku, smíðar og svo eru karlar sem sinna fleiri störfum í Giljaskóla Ég veit ekki hvernig þetta er í
Lesa meira

Dagur Guðnason í 6.AR hlaut annað sæti í yngri flokki Siljunnar 2018

Annað sætið í yngri flokki Siljunnar 2018 hlaut Dagur Guðnason fyrir myndband um bókina Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson. Dómnefndin sagði: „Einkar metnaðarfull textasmíði og gaman að sjá öðruvísi nálgun að viðfangsefninu.“ Siljan er myndbandakeppni í grunnskólum landsins þar sem nemendur kynna nýútkomnar barna- og unglingabækur. Við óskum Degi innilega til hamingju með þetta góða myndband sem sjá má hér.
Lesa meira

Hreyfing og næringarfræði

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir krakka og unglinga og skiptir hún miklu máli fyrir heilsuna. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og finnst þær mjög skemmtilegar. Mér finnst íþrótta- og sundaðstaða Giljaskóla vera mjög góð, en samt eru nokkur atriði sem mættu vera betri. Kenndar eru íþróttir á unglingastigi tvisvar í viku og eru tímarnir kynjaskiptir og finnst mér það sniðugt. Tímarnir eru aðeins í eina kennslustund sem er 40 mínútur, en mér finnst að íþróttatímarnir mættu vera lengri t.d. í 60 – 80 mínútur. Fyrst hitum við upp með smá hlaupi síðan þarf kennarinn að útskýra hvað við eigum að gera og það tekur sinn tíma. Svo þegar við byrjum eru u.þ.b. 25 mín. eftir af tímanum. Mér finnst mjög gott hvað íþróttatímarnir
Lesa meira

Íþrótta- og sundaðstaða í Giljaskóla

Í Giljaskóla er góð íþróttaaðstaða en nemendur skólans þurfa að fara í rútu til þess að fara í sund. Farið er tvisvar sinnum í íþróttir og einu sinni í sund á viku. Það er mjög þægilegt að geta gengið innanhúss niður í íþróttahús án þess að þurfa að fara út í kuldann. Í 1.-7. bekk eru bæði kynin saman í íþróttum og sundi en kynjaskipt í báðum fögum í 8.-10. bekk. Mér finnst ekki skemmtilegt að við séum kynjaskipt í íþróttum því að oftast er meiri hraði og meira keppnisskap í strákunum. Í sundi skiptir það ekki jafn miklu máli því að stelpur og strákar eru oftast á sitthvorri brautinni. Til þess að geta verið kynjaskipt í íþróttum og sundi þarf líka að vera kynjaskipt í einhverjum öðrum tímum svo að allt passi í dagskrána. Íþróttahúsið hjá Giljaskóla er íþróttahús sem aðrir skólar ættu
Lesa meira

Matsalur og íþróttir

Giljaskóli er frábær skóli og það er mjög gaman að vera nemandi hér en auðvitað hefur Giljaskóli sýna kosti og galla eins og allir aðrir skólar. Gallarnir sem ég veit um tengjast matsal og íþróttum. Íþróttir í Giljaskóla eru skemmtilegar og fjölbreyttar en oft tekur langan tíma að útskýra nýja leiki og upphitun. Þá höfum við oftast 20 - 30 mínútur í leiknum og mér finnst það of stutt. Mér finnst að hver íþróttatími ætti að vera 60 mínútur en ekki 40 mínútur. Próf í íþróttum er ekki nauðsynlegt sérstaklega ekki beeptest.
Lesa meira

Ævintýralestur - vinningshafar

Bókaútgáfan Iðnú stóð fyrir lestrar og litaleiknum Ævintýralestur, þar sem nemendur í grunnskólum landsins kepptust við að lesa ævintýri og lita myndir úr þeim. Vinningshafar frá Giljaskóla eru Brynja Dís Axelsdóttir í 1. GS og Tristan Pétur Daníelsson í 4. ÁEK. Við óskum þeim til hamingju.
Lesa meira

Skólaslit 6. júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk og sérdeild hefst kl. 9:00 í íþróttahúsinu og í framhaldi kveðja þeir umsjónarkennara sína í heimastofum. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir. Áætlað að þetta taki um klukkustund. Frístund er lokuð. Skólaslit hjá 10. bekk hefst kl. 15:00 í íþróttahúsinu og eiga nemendur að mæta 14:40 í íþróttahúsið. Að því loknu er hið hefðbundna kaffihlaðborð fyrir 10. bekk og aðstandendur í matsal Giljaskóla.
Lesa meira

Skólaþing Giljaskóla

Þingið tók til umfjöllunar líðan og samskipti í skólanum og var efninu skipt í fjóra flokka: 1. Hvernig viljum við að nemendum líði í Giljaskóla – og hver stuðlum við að þeirri líðan? 2. Hvernig eiga samskipti milli nemenda að vera – og hvernig stuðlum við að þeim samskiptum? 3. Hvernig eiga samskipti milli nemenda og starfsfólks að vera – og hvernig stuðlum við að þeim samskiptum? 4. Hvernig getur hver og einn stuðlað að vellíðan annarra – og hvernig getur hver og einn stuðlað að eigin vellíðan?
Lesa meira