25.09.2018
Aðalfundur félagsins verður fimmtudaginn 27.september. Fundurinn verður haldinn í sal skólans klukkan 19:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Einnig getum við alltaf bætt við okkur góðu fólki í stjórn félagsins.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira
10.09.2018
Breytingar á skóladagatali hafa verið gerðar og hefur nýtt dagatal verið sett inn á heimasíðuna. Breytingar voru þær að árshátíð var færð fram um viku og þemadagar hjá 1. - 7. bekk var sett inn í byrjun okt.
Lesa meira
04.09.2018
Á morgun miðvikudaginn 5. sept. er Norræna skólahlaupið. Við stefnum að því að allir hlaupi / skokki / labbi milli klukkan 10 og 11
Að sjálfsögðu biðjum við alla að koma vel klædd til útiveru og hreyfingar, t.d. góða skó.
Kveðja,
íþróttakennarar
Lesa meira
31.08.2018
Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsfólki skóla og foreldrum um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar. Sjá frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Viðurkenningar frá Giljaskóla hlutu:
Lesa meira
17.08.2018
Skólasetning hjá 2. - 10. bekk verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:00 í íþróttahúsinu. Foreldrar / forráðamenn eru einnig velkomnir
Lesa meira
17.08.2018
Fjáröflun 10. bekkjar vegna skólaferðalags í vor hefst með látum þetta skólaárið og ákveðið hefur verið að selja merktar peysur til styrktar ferðarinnar nú strax í upphafi annar. Um er að ræða vandaðar hettupeysur í sex mismunandi litum, merktar með nafni skóla og ártali. Geta nemendur valið um hvort þeir merki einnig peysurnar með nafni sínu.
Hægt verður að máta stærðir, velja lit og panta peysur í anddyri skólans sem hér segir:
Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 11:00-13:00
Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 7:45-8:30, kl. 12:00-13:00 og kl. 15:00-16:00
Peysurnar kosta 5500 kr (minni stærðir) og 6000 kr. (stærri stærðir) og eru merkingar innifaldar.
Hægt er að borga á staðnum með reiðufé eða fá upplýsingar um reikningsnúmer til að leggja inn á.
Lesa meira
15.08.2018
Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem forskráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín skólaárið 2018 - 2019 staðfesti skráninguna í dag 15. ágúst milli kl. 10 - 15. Staðfesta þarf með undirskrift dvalarsamnings á skrifstofu skólans, 2. hæð. Þeir sem ekki komast hafi samband til að ákveða annan tíma.
Lesa meira
18.06.2018
Þegar að ég var fimm ára og var í leikskólanum Kiðagili kom ég fyrst inn í skólann til að skoða hann með sjötta bekk Giljaskóla. Í honum var bróðir minn sem sýndi mér skólann. Þá var ég rosalega spenntur fyrir því að byrja í skólanum. Núna er ég búinn að vera í Giljaskóla í átta ár og er þar með kominn í áttunda bekk. Giljaskóli er mjög fínn skóli og ég er mjög ánægður með krakkana í skólanum og líka kennarana.
Í fyrsta bekk fannst mér vera rosalega stórir krakkar í öðrum bekk. Núna finnst mér þau auðvitað hvorki vera stór né gömul. Í skólanum er staður sem að heitir Dimmuborgir. Þar eyða unglingarnir eyðum og frímínútum. Þar er mikið horft á Simpsons og Fast and the furious og líka aðrar myndir eða þætti. Nemendur í skólanum eru um fjögur hundruð. Í skólanum er frekar stórt bókasafn með allskonar bókum eins og Harry Potter, Lord of the Rings, Hunger games
Lesa meira
18.06.2018
Ég hef mjög gaman af íþróttum og skólaíþróttum þar með talið. Mér finnst mjög gaman hvað það er mikil fjölbreytni í íþróttatímunum hér í Giljaskóla og íþróttakennararnir eru að standa sig vel í að halda hreyfingu að okkur krökkunum. Þeir eru líka mjög duglegir að fylgjast vel með og leiðbeina okkur í tímunum.
Persónulega myndi mér finnast gaman að fá að læra meira um íþróttir. Læra um mikilvægi hreyfingar, um vöðvana, meiðsli, hvað á að gera til þess að forðast meiðsli og vinna úr þeim. Fá að vita meira um mataræði og næringu. Ég held að það sé mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að læra um áhrif hreyfingar og þjálfunar á helstu líffæri eins og hjarta, lungu, vöðva og taugakerfi. Eiginlega að læra bóklega um íþróttir. Þetta gæti til dæmis verið
Lesa meira