Fréttir

ÍÞRÓTTATÍMAR OG SUNDTÍMAR Í GILJASKÓLA

Hreyfing er mikilvæg fyrir alla. Allir þurfa að hreyfa sig reglulega. Við í Giljaskóla erum með mjög góðan íþróttasal og erum í skólasundi í sundlaug Akureyrar. Allir nemendur í Giljaskóla stunda íþróttir í íþróttasal Giljaskóla. Annað slagið fær maður að fara í fimleikasalinn en það er mjög sjaldan sem við fáum það. Það eru tveir íþróttatímar í viku og þeir eru í 40 mínútur hver og þá áttatíu mínútur á viku samtals. Það finnst mér ekki nógu mikið. Ég væri til í að það væri einn tími í viðbót á viku eða bætt 10 til 20 mínútum við tímana. Það yrði miklu skemmtilegra ef við getum gert mikið meira í íþróttartímunum. Allir krakkar
Lesa meira

Ætti að breyta stundatöflum?

Mér hefur alltaf líkað við skólann og að vera í skóla. Að fara yfir á unglingastig var mikil breyting sem var samt ekki eins mikil og ég bjóst við og það var frekar góð breyting heldur en slæm. Aðal ástæðan fyrir því eru stundatöflurnar. Í lok 7. bekkjar var ég orðin spennt og stressuð yfir því að taka svona mikið stökk og fara upp á unglingastig, ég hafði líka heyrt að það ætti að vera eitthvað svaka stökk. Ég var aðallega spennt yfir því að þurfa ekki að fara í frímínútur af því að það gat verið mjög kalt úti og allir að krókna úr kulda en mér finnst samt fínt hvernig skipulagið er á þessum frímínútum. Þá hafa krakkarnir sem þurfa að fara út eitthvað til að hlakka til á unglingastigi. En nóg um það, ég ætla að tala um muninn á
Lesa meira

Má maður fara í það sem maður velur?

Mér finnst rúllukerfið hér í Giljaskóla mjög gott. Mér finnst þó eins og það mætti hafa það þannig að hver og einn fengi að fara í flestar rúllur sem hann vill fara í. Ekki einhverjar sem manni finnst ekkert gaman í. Við eigum svo að velja ca. 10 sem okkur langar til að fara í. Við fáum afhent eyðublað sem inniheldur alla valmöguleika, það er að segja allar þær rúllur sem eru í boði. Við setjum svo númer í samræmi við það hversu mikið okkur langar til að fara í þær, númer 1 við þá sem okkur langar mest í, númer 2 við þá sem okkur langar næst mest og svo framvegis. Við fáum svo seinna að vita í hvaða rúllur við förum. Stundum hefur það komið fyrir að við þurfum að fara í rúllur sem við völdum ekki eða settum mjög neðarlega á listann en fáum ekki það sem við völdum sem fyrsta eða annað val. Til dæmis er ég búinn að fara í bakstur, hönnun og smíði og Tauþrykk. Næst fer ég í Prjón og hekl. Bakstur gengur út á það að kennarinn, hún
Lesa meira

ABC börnin okkar

Hér má sjá bréfin frá Ibrahim og Jenneth í Uganda (ABC börnunum okkar) ásamt mynd af henni Jenneth með gjöfina frá okkur.
Lesa meira

Tækniþróun í skólastarfi

Eins og flestir vita hefur mikil breyting orðið í tæknimálum undanfarin ár.Það hefur haft mikil áhrif á tækja- og tölvunotkun í skólastarfinu, til dæmis tengt símanotkun og notkun Ipada við kennslu.
Lesa meira

Lagað og bætt

Giljaskóli er frábær skóli og hverfið líka.Það er einhvern veginn allt svo auðvelt og þægilegt.Það er samt alltaf hægt að gera betur.Að mínu mati mætti t.d.laga körfuboltavöllinn og gervigrasvöllinn.
Lesa meira

Skólahreysti 2018

Keppendurnir okkar Daníel Orri, Breki, Baldur, Aníta Marý, Berglind Ýr og Thelma Rut enduðu í 3.sæti í skólahreysti keppninni.Breki og Berglind Ýr sigruðu hraðakeppnina á tímanum 2:43 mín.
Lesa meira

Skólahreysti kl. 13:00 í dag

Skólahreystikeppnin er haldin í dag í íþróttahöllinni kl.13:00 - 15:00.Giljaskóli sendir lið að venju og fara nemendur úr 6.- 10.bekk til að hvetja okkar fólk.Keppendur frá Giljaskóla eru: Daníel Orri Kristinsson, Breki Harðarson, Baldur Vilhelmsson, Aníta Mary Gunnlaugsdóttir Briem, Berglind Ýr Guðmundsdóttir og Thelma Rut Kristinsdóttir.
Lesa meira

Frábær árangur hjá Baldri

Þann 25.janúar síðastliðinn fór fram World Rookie Tour mót í Livigno á Ítalíu.Mótaröðin er ein sú stærsta fyrir keppendur á snjóbretti 18 ára og yngri í heiminum og þykir þetta tiltekna mót í Livigno vera það sterkasta innan mótaraðarinnar.
Lesa meira

Heilnótan 4. - 10. bekkur

Heilnótan er samkeppni í tónsmíðum fyrir 4.- 10.bekk í grunnskólum á Akureyri og nágrenni.Ungt fólk er hvatt til að senda inn tónsmíðar óháð stíl á rafrænu formi,.
Lesa meira