Niðurstöður keppninnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Amstsbókasafninu laugardaginn 17. nóvember.
Þátttakendur voru alls 18 og komu frá 11 löndum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bíómiða og íslenska bók að eigin vali fyrir að senda inn góða og fjölbreytta texta.
Aðalverðlaunin voru vetrarkort í Hlíðarfjall og önnur til þriðju verðlaun leikhúsmiðar á sýninguna Gallsteinar afa Gissa (sem sýnd verður eftir áramót). Sérstök verðlaun voru svo þátttaka í Vísindaskóla unga fólksins í HA næsta sumar, fyrir tvo nemendur.
Markmið þessa verkefnis var að hvetja börn og unglinga til að nota íslensku á skapandi hátt; að benda þeim á að íslenskan er ekki aðeins skólamál, heldur mál sagna, ljóða og leikrita; hver og einn notar málið eins og hann best getur og á fjölbreyttan hátt.
Verðlaunahafar voru:
1. sæti Jana Al Khathib, 7. bekk Giljaskóla, frá Sýrlandi
2. sæti Olaf Gnidziejko, 4. bekk Oddeyrarskóla, frá Póllandi
3. sæti Matiss Leo Meckl, 9. bekk Oddeyrarskóla, frá Lettlandi og Þýskalandi
Magdalena Sulova, 5. bekk Naustaskóla, frá Tékklandi
Navaneethan Sathiya Moorthy, 7. bekk Brekkuskóla, frá Indlandi
Á myndinni má sjá hóp ánægðra nemenda á Amtsbókasafninu á laugardaginn!
Þetta verkefni var samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnsins og KEA.
Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum fyrir þátttökuna og vonum að krakkarnir haldi áfram að nota íslenskuna sér til ánægju og yndisauka við sem flest tækifæri.
Tekið af þessari heimasíðu