Fréttir

Heimsókn bæjarfulltrúa

Þann 13. nóvember, komu þrír bæjarfulltrúar í heimsókn. Þeir voru með opinn viðtalstíma fyrir nemendur þar sem þeim gafst kostur á að ræða þau málefni sem þeim brennur á hjarta. Heimsóknin var liður í viðburðum vegna viku barnsins sem haldin var hátíðleg vegna 30 ára afmælis Barnasáttmálans. Nemendur skólans stóðu sig með prýði, þau voru rokkstjörnur! Meðal málefna sem voru rædd, voru umhverfismál, samgöngur, jafnt aðgengi að tómstundum, sorphirðumál og aðstaða
Lesa meira

Barnabókahöfundar í heimsókn

Undanfarið hafa barnabókahöfundar heimsótt Giljaskóla og lesið upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur tóku vel á móti höfundum og tilhlökkun er mikil að lesa þessi nýju verk. Nýjar barnabækur verða til sýnis á bókasafninu á aðventunni þar sem þær verða einnig kynntar fyrir hverjum bekk með tilheyrandi jólastemmningu eins og venja er og lánaðar út eftir jólafrí. Þeir höfundar sem komið hafa eru:
Lesa meira

Styrkur frá forriturum framtíðarinnar styður við upplýsingatækni í Giljaskóla

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tæknilegra lausna til að auka gæði náms nemenda skólans.
Lesa meira

Ytra mat í Giljaskóla í næstu viku

Í næstu viku verður unnið að ytra mati á okkar skóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum fara m.a. í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum.
Lesa meira

Nemendaráð Giljaskóla

Í Giljaskóla starfar nemendaráð, sem samsett er af fulltrúum nemenda í 6. - 10. bekk.
Lesa meira

Réttindaskóli UNICEF

Nú í haust hóf Giljaskóli þá vegferð að innleiða réttindaskóla og réttindafrístund UNICEF. Í stuttu máli er réttindaskóli og réttindafrístund, skóli sem gætir þess að barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna sé virtur í öllu starfi. Með því er starfsfólk skólans að mynda skjaldborg utan um börnin og gæta þess að þeirra réttindi séu virt og fræða þau um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Upphafið að starfinu með börnunum voru þemadagarnir sem voru haldnir í síðustu viku en þemað var einmitt barnasáttmálinn. Þar var unnið mikið starf, bæði áhugavert og skemmtilegt. Hluti af innleiðingarferlinu eru kannanir sem lagðar verða
Lesa meira

Þemadagar tileinkaðir barnasáttmálanum

Í dag og á morgun eru þemadagar hjá okkur. Giljaskóli er réttindaskóli Unicef og því eru dagarnir tileinkaðir fjölbreyttri vinnu með greinar barnasáttmálans.
Lesa meira

Opinn prjónatími

Miðvikudaginn 2. október var opinn prjónatími hjá 4. bekk. Þá fengu allir nemendur í textílhópnum að bjóða einum fullorðnum með sér til þess að aðstoða sig við að læra að prjóna. Eftir að hafa glímt við prjónana í um klukkustund fengu allir hressingu bæði börn sem fullorðnir. Allir nutu samverunnar og ungu prjónararnir fóru úr tímanum glaði og stoltir af vinnu sinni. Þetta er fjórða árið sem þessi viðburður er haldinn og hefur gefið mjög góða raun. Markmið ..
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur foreldrafélags Giljaskóla verður haldinn 2.október klukkan 19:30 í sal Giljaskóla
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær tóku nemendur og starfsfólk Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.
Lesa meira