Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á Norðurlandi eystra

Skáksamband Íslands hefur ákveðið að blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur á Norðurlandi eystra. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Samskonar mót eru þegar hafin á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega um allt land í þessari viku.

Hugmyndin er að auka jákvæða og fjölbreytta afþreyingu fyrir nemendur nú meðan svo margt liggur niðri.

Öllum grunnskólanemum í bænum er heimil þátttaka í þessum mótum.  Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30 og stendur í klukkustund.

Þátttaka er einföld, en teflt er á netþjóninum chess.com.

Það sem þarf að gera:

  1. Búa til aðgang á chess.com (ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register
  1. Gerast meðlimur í hópnum „Skólaskák Norðurland eystra“ : https://www.chess.com/club/skolaskak-nordurland-eystra
  1. Skrá sig á mótið sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Hér er tengill á fyrsta mótið.

Það þarf að ýta á „join“ og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30. Eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á „next match“ þegar skákin er búin.

Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.

Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.com.

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Að ofan er tengill á fyrsta mótið en til að vera með í mótum á næstunni þarf einfaldlega að mæta á chess.com frá 15:30 á fimmtudögum og skrá sig í mótið í gegnum hópinn „Skólaskák Norðurland eystra“.

Umsjónarmaður mótanna er Stefán Steingrímur Bergsson, stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562.