Í morgun áttum við góða stund, þar sem nemendur úr 7. bekk tóku þátt í forkeppni Giljaskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina.
Nemendur lásu textabrot úr bókinni Ys og þys út af öllu eftir Hjalta Halldórsson og ljóð úr nýjustu ljóðabók Þórarins Eldjárns, Fuglaþrugl og naflakrafl.
Við mat á lestri er horft til ýmissa þátta, svo sem framburðar, raddstyrks, blæbrigða í lestri og hve nemendum tekst vel að túlka textann.
Að lokum valdi dómnefndin þær Kolfinnu Stefánsdóttur og Matthildi Ingimarsdóttur sem fulltrúa Giljaskóla í lokakeppninni og Tinna Dís Axelsdóttir verður varamaður þeirra.
Lokakeppnin mun fara fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri þann 10. mars næstkomandi.