Símanotkun í unglingadeild Giljaskóla
Nokkrir nemendur 10. bekkjar lögðu könnun fyrir nemendur unglingadeildar Giljaskóla um símanotkun. Könnunin var lögð fyrir nemendur þriðjudaginn 26. janúar. Um 89% nemenda í unglingadeild svöruðu könnuninni. Nemendur fóru inn í stillingar í símanum sínum og skoðuðu hve miklum tíma þeir vörðu í símanum sínum laugardaginn 23. janúar og mánudaginn 25. janúar. Enn fremur var skoðað meðaltal síðustu viku, dagana 18.-24. janúar.
Svefnþörf unglinga er misjöfn en þeir þurfa um 8-10 klukkustundir yfir nóttina til að viðhalda eðlilegum þroska, bæði andlegum og líkamlegum, og til að hafa næga orku til að leysa dagleg verkefni af hendi. Áhrif langvarandi svefnleysis geta haft mjög víðtæk neikvæði áhrif á daglegt líf og heilsu.
Niðurstöður könnunarinnar komu rannsakendum ekki á óvart en yfir helmingur nemenda eyðir meira en 4 klst á dag í símanum að meðaltali. Í grófum dráttum voru niðurstöður þær að 24,8% svarenda vörðu að meðaltali undir 3 klukkutímum í snjallsímanum sínum vikuna 18.-24. janúar síðastliðinn. 43,3% vörðu 3-6 klukkutímum í símanum og 32% svarenda 6-10 klukkutímum. Rannsakendum þótti þó sláandi að 7,2% svarenda eða 7 nemendur vörðu meira en 10 klukkustundum að meðaltali í símanum sínum þessa viku. Nákvæmar niðurstöður má sjá hér að neðan.
SM-hópur 10. bekk
Laugardagurinn 23. janúar
Minna en 1 klst: 4 (4,1%)
Milli 1 og 2 klst: 8 (8,2%)
Milli 2 og 3 klst: 14 (14,4%)
Milli 3 og 4 klst: 18 (18,6%)
Milli 4 og 5 klst: 15 (15,5%)
Milli 5 og 6 klst: 15 (15,5%)
Milli 6 og 7 klst: 11 (11,3%)
Milli 7 og 8 klst: 6 (6,2%)
Milli 8 og 9 klst: 2 (2,1%)
Milli 9 og 10 klst: 3 (3,1%)
Meira en 10 klst: 1 (1%)
Mánudagurinn 25. janúar
Minna en 1 klst: 3 (3,1%)
Milli 1 og 2 klst: 9 (9,3%)
Milli 2 og 3 klst: 19 (19,6%)
Milli 3 og 4 klst: 17 (17,5%)
Milli 4 og 5 klst: 16 (16,5%)
Milli 5 og 6 klst: 14 (14,4%)
Milli 6 og 7 klst: 6 (6,2%)
Milli 7 og 8 klst: 5 (5,2%)
Milli 8 og 9 klst: 1 (1%)
Milli 9 og 10 klst: 5 (5,2%)
Meira en 10 klst: 2 (2,1%)
Vikan 18.-24. janúar
Minna en 1 klst: 2 (2,1%)
Milli 1 og 2 klst: 6 (6,2%)
Milli 2 og 3 klst: 16 (16,5%)
Milli 3 og 4 klst: 16 (16,5%)
Milli 4 og 5 klst: 21 (21,6%)
Milli 5 og 6 klst: 5 (5,2%)
Milli 6 og 7 klst: 9 (9,3%)
Milli 7 og 8 klst: 8 (8,2%)
Milli 8 og 9 klst: 2 (2,1%)
Milli 9 og 10 klst: 5 (5,2%)
Meira en 10 klst:7 (7,2%)