Í dag, miðvikudaginn 28. september, tóku nemendur Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, en hlaupið hefur verið árlegur viðburður hjá okkur undanfarin ár. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Það var stemning í nemendum og starfsfólki, enda veðrið gott og úrvals tónlist í græjunum. Eftir hlaupið var nemendum boðið að gæða sér á ávöxtum. Okkur reiknast til að nemendur Giljaskóla hafi hlaupið samtals um 1260 km. í dag.
Glæsilegur árangur það!