27.04.2023
Adel nemandi í 7. bekk stóð uppi sem sigurvegari í vegglistaverkakeppni Braggaparksins. Hann fær að skreyta vegg í Braggaparkinu og þar með bætast í hóp listamannanna Margeirs Dire, Sigþórs V., Hákons Arnar og Osesh One sem nú þegar eiga verk á staðnum.
Óskum við honum innilega til hamingju.
Lesa meira
21.04.2023
Nokkrir nemendur Giljaskóla tóku þátt í undankeppni Fiðrings í Tjarnaborg á þriðjudagskvöldið. Magnað og áhrifaríkt atriðið Giljaskóla komst áfram og mun keppa í úrslitum ásamt Glerárskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar, Þelamerkurskóla, Borgarhólsskóla, Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Síðuskóla. Úrslitakeppnin verður í Hofi þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00. Búið er að opna fyrir almenna sölu á efra svæði - hér er tengillinn: Fiðringur - almenningur https://tix.is/is/mak/event/15340/fi-ringur-2023/
Lesa meira
29.03.2023
Fimmtudaginn 30. mars er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall. Eldri nemendum stendur einnig til boða að fara í Skautahöllina eða gönguferð. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Athugið að hjá sumum nemendum er skóla lokið fyrr en venjulega á fimmtudögum.
Allir nemendur í 1.- 4. bekk fara í Hlíðarfjall og mega koma með þotu eða sleða. Þeir geta nýtt sér töfrateppið. Nemendur í þessum árgöngum sem eru færir um að fara sjálfir á skíði / bretti og eiga búnað mega gera það. Nemendur sérdeildar fara allir í skautahöllina og fá foreldrar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið frá starfsfólki sérdeildar.
Lesa meira
21.03.2023
Stuttmyndasýning unglinga kl. 17
Lesa meira
21.03.2023
Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 21. mars, miðvikudaginn 22. mars og fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00.
Lesa meira
01.03.2023
Föstudaginn 3. mars milli kl 9 – 12 í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira
01.03.2023
Nemendur úr 7. - 10. bekk tóku þátt í ungmennaþingi í Hofi 28.febrúar. Giljaskóli sendi fjóra nemendur úr hverjum árgangi til þátttöku. Allir skólar á Akureyri tóku þátt og var vel mætt og mörg aðkallandi umræðuefni rædd s.s. snjómokstur, samgöngur, frístundir, geðheilbrigðismál og fleira. Allir tóku virkan þátt og krakkarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði. Tilgangurinn með þessum ungmennaþingum er að gefa börnum og
Lesa meira
28.02.2023
Þriðjudaginn 21.febrúar var haldin undankeppni fyrir Upphátt, stóru upplestrarkeppnin, hjá 7.bekk. Allur bekkurinn fékk grunn undirbúning í framkomu og upplestri, síðan voru 9 stúlkur sem höfðu áhuga á að taka þátt í undankeppni skólans. Það voru þær Anna María Guðmundsdóttir og Magnea Rún Thelmudóttir
Lesa meira
21.02.2023
Alþjóðadagur móðurmálsins er haldinn hátíðlegur á hverju ári þann 21. febrúar að tilstuðlan Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Til að vekja athygli á fjölda þeirra tungumála sem töluð eru í skólum Akureyrarbæjar hafa þeir sem eru með íslensku sem annað mál í leik- og grunnskólum bæjarins verið að skrifa orðin ást og friður á sínu móðurmáli. Við í Giljaskóla höfum sett þessi orð á blað á 13 tungumálum sem töluð eru í skólanum okkur. Aðrir leik- og grunnskólar bæjarins gera slíkt hið sama og afraksturinn má sjá í gluggum kaffihúss Amtsbókasafnsins næstu daga.
Lesa meira