Fiðringur - hæfileikakeppni grunnskólanna

Á morgun, 8. maí kl. 20 fer Fiðringur á Norðurlandi fram í þriðja sinn í HOFI. Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Í ár keppa 9 skólar til úrslita í HOFI.

Giljaskóli á lið í keppninni í ár og mega nemendur í 7. 8. 9. og 10. bekk kaupa miða á viðburðinn. Það er takmarkaður miðafjöldi því nemendur frá öllum skólunum þurfa að komast fyrir í neðri hluta salarins. https://tix.is/is/mak/specialoffer/nmjpsgex2nwss
Giljaskóli fær 24 nemenda miða. Hér gildir því fyrstur kemur, fyrstur fær. Miðaverð er 1500 krónur og hér er hlekkur á tix fyrir þinn skóla. Við vonumst til þess að samnemendur mæti og styðji sína félaga. Í dómarahléi mun Prettyboitjokko skemmta áhorfendum en krakkarnir kusu lagið hans Skína sem Fiðringslagið 2024. RÚV mætir á svæðið og tekur upp atriðin fyrir ungruv.is