28. febrúar- Glitraðu með einstökum börnum.
Dagur sjáldgæfra sjúkdóma og heilkenna 2025.
Á föstudaginn ætlum við að ,,glitra í Giljaskóla" í tengslum við dag einstakra barna.
Félag einstakra barna hvetur öll fyrirtæki og starfstaði landsins til að sýna stuðning og samstöðu við þá sem lifa með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni með því að ,,glitra með okkur" þann 28. febrúar.
Glitraðu með okkur með því að klæðast einhverju glitrandi eins og glimmeri og/eða pallíettum. Allt sem er litrikt og glitrandi er skemmtilegt og minnir okkur á að börn eru allskonar.
Sjáumst ,,glitrandi" á föstudaginn.