Upphátt 2025- upplestrarkeppni hjá 7. bekk

Upphátt 2025- upplestrarkeppni hjá 7. bekk

Frábær undankeppni Upphátt fór fram á sal skólans 24. febrúar. Að þessu sinni voru 13 mjög frambærilegir lesarar sem tóku þátt og stóðu þau sig öll frábærlega. Það voru þau Kría Steinunn Hjaltadóttir og Grettir Georgsson sem báru sigur úr bítum og munu keppa í aðalkeppninni þann 18. mars. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum öðrum nemendum í 7.bekk til hamingju með góðar framfarir.