ABC börnin okkar og skólahlaupið

Hlaupið var þann 26. september (myndir). Veðrið var fínt og hlupu krakkarnir einn til fjóra “skólahringi”, en einn hringur er um 2,5 km. Söfnunin sem er samhliða hlaupinu gekk vel og söfnuðust 104.476 krónur. Styrkur í eitt ár fyrir börnin tvö er nú 90.000 krónur og erum við mjög glöð að hafa náð þessari upphæð. Nú höfum við styrkt þessi börn í 6 ár og það er gaman að koma inn í bekkina og kynna söfnunina fyrir nemendum því mörgum finnst þeir þekkja til barnanna og hafa áhuga á að styrkja þau. Nú er Udaya að verða 18 ára gömul og hafa aðrir styrktaraðilar tekið við framfærslu hennar. Við höfum því fengið stúlku fædda árið 2005 sem heitir Venkateswaramma Manadapoti. Hún býr á heimili Litlu ljósanna á Indlandi, sjá meðfylgjandi mynd af dömunni.