Breytingar á samræmdum prófum

Í 4. og 7. bekk taka nemendur svokölluð samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Í 10. bekk taka nemendur samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Samræmd próf eru haldin í 190 skólum yfir landið. Tilgangurinn með þeim er að sjá hvernig hverjum og einum nemanda gengur miðað við heildina og til að veita einstaklingum upplýsingar um námstöðu sína. Niðurstöðurnar úr prófunum í 10.bekk má nota t.d. við mat á námshæfni og þegar nemandinn sækir um frekara nám.

Samræmd próf hafa alltaf verið skrifleg en nú frá og með haustinu 2016 voru þau lögð fram með rafrænum hætti. Samræmd könnunarpróf verða flutt frá 10. bekk að hausti til 9. bekkjar að vori. Ástæða þess er til þess að nemendur, kennarar og forráðamenn geta notað niðurstöður prófanna í 10. bekk, t.d. ef nemandanum gengur ekki mjög vel hefur hann tækifæri á því að bæta sig á næsta námsári. Árið 2017 munu 9. og 10. bekkur taka rafræna prófið á sama tíma, komnar eru dagsetningar á prófin og verða þau 7.-9. mars 2017. Prófin verða tekin í tölvum eða ipödum. Sjálfri finnst mér að prófið ætti að fara fram í ipödum þar sem borðtölvur í tölvustofum er raðað þétt saman og ekki er hægt að láta nemendur sitja hlið við hlið og vinna prófið. Prófkerfið í rafrænu prófunum býður upp á ýmis hjálpargögn svo sem gráðuboga, reglustiku og reiknivél. Helsti munurinn á rafrænum prófum og pappírsprófum er að nemendur fá einkunnir sínar mun fyrr en áður, það þarf ekki að hafa yfirsýn á hvort öll próf hafi komist á réttan stað og rafrænu prófin munu auka möguleika sem nemendur hafa til að sýna getu sína.  Einkunnir nemenda eru sendar í skóla fjórum vikum eftir síðasta prófdag og síðan eru meðaleinkunnir skóla birtar á síðu Menntamálastofnunar.

Miklar breytingar eru í vændum og spennandi er að sjá hvort að öll tæknimál reddist. Spennandi verður líka að sjá hvernig þessi próf fara fram og hvort þetta hafi áhrif á meðaleinkunnir skóla.

 

Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir 10. SKB