Enginn titill

Föstudaginn 18. sept. fór 6 bekkur GS á Húna II, ferðin var í alla staði mjög skemmtileg og ekki skemmdi fyrir að veðrið var frábært.
Bekkurinn var mjög áhugasamur og til fyrirmyndar og hafði áhöfnin orð á því hvað þau voru kurteis og góð.
Margt var að skoða um borð sem tengist sjómennsku, við fengum mjög skemmtilega og áhugaverða fræðslu um margt sem tengist sjó, veiði og ýmsum sjávardýrum. Grillað var um borð fisk sem heitir Lísa en ekki Ýsa og smakkaðist hún vel og sumir borðuðu meira að segja roðið af bestu list. Aflasældin lék við nokkra nemendur og fóru nokkrir með aflann heim og aldrei að vita hvort grillaður hefur verið fiskur hjá sumum nemendum þetta kvöldið.
Þar sem við vorum síðasti hópurinn í vetur sem fer um borð í Húna II vil ég þakka og hrósa áhöfninni fyrir frábærar mótökur og fræðslu, gangi þeim vel með að þróa þetta verkefni áfram.

Bestu kveðjur umsjónakennari og nemendur 6.GS

Myndir hér