Bókasafnsdagurinn 14. apríl

Á bókasafni Giljaskóla voru skipulagðar heimsóknir fyrir 1.-7. bekk. Unglingadeild var boðið að koma í frímínútum og í lok skóladags. Ýmislegt var gert til að halda daginn hátíðlegan. Skreytt var með blöðrum og plakötum, boðið upp á kex, brandarakeppni hófst, framhaldssaga skrifuð, gamlar bækur dregnar fram í dagsljósið, afrakstur leiðangurs á bókamarkað á Gleráreyrum hafður til sýnis, kynningarmyndband frá Amtsbókasafni sýnt o.fl. skemmtilegt.

Einnig var í tilefni dagsins kynntur listi með 100 bókum sem bókaverðir landsins telja að allir “verði að lesa”. Listinn er hér: akbaeyfs01.akureyri.localUsersGilingunnvMy Documentsvinsælar_prent.xls

Við sláum því föstu að ár hvert munum við gera okkur dagamun á Degi bókasafnsins og glæða með því áhuga nemenda og starfsfólks á bókum og safnastarfi.
Takk fyrir skemmtilegan dag!

 

Myndir hér.