Foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkni og/eða athyglibrest á aldrinum 5 – 10 ára

PMT foreldrafærninámskeið (Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur. Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu. Leiðbeinendur eru PMT meðferðaraðilar, Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi.

Sótt er um á tilvísaneyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is