Giljaskóli er ágætur skóli. Þar eru fínir kennarar sem fræða mann um ýmislegt, bæði í sambandi við námsefnið og stundum bara eitthvað allt annað. Eftir því sem kennararnir tala meira í tímum því meira verður heimanám nemenda.
Heimanámið finnst mér hafa orðið meira og meira eftir því sem við eldumst sem er eðlilegt en núna er ég komin í 9. bekk og mér finnst kennararnir setja of mikið fyrir heima. Mér finnst kennararnir í skólanum tala of mikið í tímum og taka of mikinn tíma í að útskýra verkefnin sem við eigum þá að gera heima. Það væri eflaust betra að eyða minni tíma í það, leyfa okkur að vinna verkefni í skólanum og fá við það aðstoð kennarans. Vikuáætlunin er oft ekki bara 3 eða 4 verkefni heima heldur þónokkuð fleiri. Um daginn voru þau orðin 10. Það finnst mér of mikið eftir langan skóladag. Við þurfum líka tíma til að vera unglingar og njóta þess að vera til. Við erum kannski í skólanum í 6 tíma á dag og fyrir krakka sem eiga erfitt með að einbeita sér er erfitt að fara heim og eiga eftir að klára fullt af heimanámi. Svo eru líka misjafnt hvort krakkar geti fengið aðstoð heima. Sumir krakkar búa reyndar svo vel að eiga foreldra sem geta hjálpað þeim við heimanámið en ekki allir. Þegar það er þannig væri betra að hægt væri að vinna verkefnin í skólanum. Margir hafa rannsakað það hvort heimanám skili einhverjum árangri en þær rannsóknir hafa sýnt fram á að það skilar ekki árangri í námi.
Miðað við það sem ég hef sagt hér að ofan ætti heimanám að vera í miklu lágmarki og ekki taka of mikið af frítíma unglinga. Þeir hafa nóg að gera félagalífi og áhugamálum sínum. Þátttaka í félagslífi er lærdómsrík og góð vinátta er nauðsynleg á þessum árum og því gott að hafa nægan tíma til að sinna þessu hvoru tveggja.
Ólöf Marín Hlynsdóttir 9.SÞ