Nemendur lásu upp á Glerártorgi

Mánudaginn 14. maí fóru tólf galvaskir krakkar úr 9. bekk á Glerártorg til að lesa upp fyrir gesti og gangandi. Tilefnið var 150 ára afmæli Akureyrar en upplesturinn er hluti af sýningu sem Giljskóli er með á Torginu. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel. Fyrir marga reynist erfitt að stíga á stokk til að láta ljós sitt skína fyrir framan hóp af ókunnugu fólki. Krakkarnir létu það ekki hindra sig heldur lásu upp verkefnið sitt Dagur í lífi Akureyrings með glæsibrag. Þarna eru örugglega ræðumenn framtíðarinnar á ferð.