Undanfarið hefur 4. til 7. bekkur verið að vinna með sjálfsímyndina í myndmennt. Fyrsta verkefnið í þeirri vinnu var að teikna sjálfsmynd en þá fengu nemendur mynd af helmingnum af andlitinu á sér og þurftu að teikna hinn helminginn. Einnig þurftu þeir að skrifa þrjá hluti um sjálfan sig sem ég, myndmenntakennarinn, vissi ekki um þá. Árangurinn af þessari vinnu er komin upp á veggi skólans. Verk 4., 6. og 7. bekks hanga við innganginn inn á kennararýmið, hjá ritaranum. Verk 5. bekks hanga fyrir framan stofuna þeirra upp á þriðju hæð. Ég hvet ykkur til að skoða verkin við tækifæri, áður en næstu verkefni verða hengd upp.