Mánudaginn 1. desember ætlum við, starfsmenn og nemendur Giljaskóla, að halda upp á 90 ára afmæli fullveldis Íslands. Við ætlum
að halda hátíðleikanum sem þessum degi fylgir og minnast fullveldisins á hefðbundinn hátt á sal skólans. Við ætlum líka
að bregða á leik og mæta í fatnaði í fánalitunum. Sú hefð hefur skapast aðmæta í rauðu, bláu og
hvítu þennan dag og hefur það sett skemmtilegan svip á skólastarfið. Já, nú er bara að kafa ofan í fataskápana og finna
föt í rauðu, hvítu og bláu. Hver verður líkastur fána á föstudaginn? Hvaða bekkur sýnir mesta metnaðinn?