Sú hefð hefur skapast að halda hátíðlegan fullveldisdaginn 1.desember í skólanum. Nemendur og kennarar koma þá klæddir sparifötum og setur það skemmtilegan svip á skólalífið. Við verðum með dagskrá á sal þar sem rifjaðir verða upp atburðir fullveldisdagsins og nokkur ættjarðarlög sungin. Ný skólakór Giljaskóla kemur fram í fyrsta sinn undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara og ætlar m.a að syngja lag úr Galdrakarlinum í Oz. Með kórnum spila tveir nemendur Atli Freyr úr 5. bekk og Stefán Wilhelmsson úr 6.bekk á trommur. Brynjar Karl Óttarson kennari mun einnig afhenda viðurkenningar fyrir Grenndargralið.
Myndir hér.