3.-7. bekkur og sérdeild - Árshátíð

Árshátíðir nemenda í 3.- 7. árgangi og sérdeild verða haldnar á sal skólans  miðvikudaginn 11. mars og fimmtudaginn 12. mars nk.   kl 17.00 - 19.00.

Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðna. Börn á grunnskólaaldri og yngri borga ekkert. Selt er inn við innganginn. Aðgangseyrir að sýningum skiptist á milli bekkjanna sem sýna.

Miðvikudag 11. mars sýna  3.GH, 4.TB, 5.GS, 6.BK og 7.RK og sérdeild.
Fimmtudag 12. mars sýna  3.KMÞ, 4.EE, 5.MBG, 6.IDS og 7.EEÞ

Sýning nemenda mun taka um það bil eina klukkustund og að henni lokinni verður kaffisala á vegum 10. bekkjar.

Kaffi og meðlæti kostar 700 krónur fyrir fullorðna og fyrir 8.bekk og  eldri, 300 krónur fyrir nemendur  í 1. – 7.bekk , yngri börn fá frítt. Á meðan á kaffisamsæti stendur á fimmtudag verður einnig  ball fyrir nemendur í 3. - 7. bekk í umsjón 10. bekkjar. Aðgangseyrir er 100 krónur.  Sjoppa verður á staðnum.

Sjöundu bekkingum gefst einnig kostur á að koma á ballið hjá 8. -10. bekk sem verður föstudaginn 13. mars kl. 21:00 og dvelja til kl. 23.00. 

Viðvera nemenda verður samkvæmt stundaskrá þessa daga.

Nemendur eru beðnir um að mæta í heimastofur sýningardaga ekki seinna en kl:16:30.