6. bekkur - bæjarferð

Miðvikudaginn 23.nóvember, fór 6.bekkur á Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi til að sjá leikföng frá gamla tímanum. Þetta er sýning sem inniheldur fullt af gömlum og klassískum leikföngum og þar má finna dúkkur (sú elsta er 100 ára), dúkkuvagna, rugguhesta, púsl, spil, dúkkulísur, lukkutröll og margt fleira. Börnunum fundust nú sumar af dúkkunum frekar óhuggulegar en svona var þetta nú bara í gamla daga. Þegar við höfðum skoðað leikföngin röltum við inn á Bauta þar sem beið okkar rjúkandi kakó og kleinur. Svo var tekinn strætó heim í Giljaskóla. Skemmtileg ferð í góðu og fallegu vetrarveðri með flottum krökkum eins og sést á meðfylgjandi myndum :)