6. MBG á Húna ll

6. MBG í siglingu með Húna II.

Föstudaginn 4. sept. fór 6. MBG í siglingu á Húna II. Ferðin var í allastaði frábær enda gott veður og skemmtilegt fólk á ferð.  Byrjað var á því að sigla meðfram bænum þar sem við gátum dáðst að byggðinni ásamt því að hlusta á fróðleik um sögu Akureyrar. Fljótlega var farið að renna fyrir fiski en ekki með fréttnæmum árangri. Þurfti nokkrara tilraunir áður en fyrsti fiskurinn lét sjá sig, sá fékk reyndar ekki blíðar móttökur og endaði hann sem matur á grillinu. Skipið var skoðað hátt og lágt og fengum við líka að sjá fullt af uppstoppuðum lindýrum úr hafinu.