Á bókasafninu

Sannkölluð jólastemmnig hefur verið á bókasafninu undanfarið. Allar bekkjardeildir koma ásamt kennurum sínum, hlýða á upplestur og kynningu á nýútkomnum bókum og þiggja piparkökur. Notaleg stund, samvera, spjall og kertaljós.

Auk þess hafa skólahópar frá leikskólunum Tröllaborgum og Kiðagili komið í heimsókn, skoðað safnið og hlustað á sögur.

Mikið hefur verið keypt af bókum og er tilhlökkunarefni að lesa glænýtt efni eftir jólafrí. Vonandi verða líka sem flestir heppnir og fá bók í jólagjöf.

Gleðileg bókajól

Myndir hér.