Í apríl vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár en við gerðum enn betur eða 130 þús kr. Fyrir söfnun var ákveðið að umfram peningur yrði til styrktar börnum í Úkraínu. Unicef stendur fyrir söfnun og ætlum við að styrkja hana. Undanfarin ár hefur verið smá afgangur af hverri söfnun og verður hann nýttur núna og því getum við lagt til 100 þúsund.
Við þökkum kærlega fyrir ykkar framlag og ABC og Unicef þakka einnig kærlega fyrir að stuðninginn og eru þakklát fyrir að við séum að hugsa til þeirra.