ABC hjálparstarf

Í september í fyrra söfnuðum við pening í tengslum við norræna skólahlaupið. Peningana notuðum við síðan til að styrkja börn í gegnum ABC hjálparstarf. Krakkarnir sem við höfum verið að styrkja heita Vincent og Udaya Lakshmi. Vincent er 8 ára og býr í Uganda. Vincent býr hjá foreldrum sínum en við höfum séð honum fyrir læknisþjónustu, skólagöngu og einni máltíð á dag. Udaya Lakshmi er 13 ára og býr á Indlandi. Hún fékk malaríu og var mjög veik. Hún býr á heimili litlu ljósanna en á Indlandi eru mörg slík heimili fyrir stúlkur. Við höfum borgað fyrir hana læknisþjónustu, mat og annað sem hún fær á þessu heimili.

Okkur langar að styrkja þessi börn áfram og nú hafa allir nemendur skólans fengið að sjá myndir af þeim og söfnunarbaukar eru í hverri stofu. Ef hver nemandi og starfsmaður kemur með 200 krónur eigum við nægan pening til að styrkja þessi börn í heilt ár. Söfnuninni lýkur miðvikudaginn 17. september og þá ætlum við að hlaupa eða ganga saman hring í hverfinu. Styrkja okkur með hollri hreyfingu um leið og við styrkjum Vincent og Udaya Lakshmi.

Margt smátt gerir eitt stórt!
Sjá nánar á heimasíðu skólans undir - skólinn - börn í fjarlægum löndum
http://www.giljaskoli.is/is/page/skolinn_born_i_fjarlaegum_londum