Mér hefur alltaf líkað við skólann og að vera í skóla. Að fara yfir á unglingastig var mikil breyting sem var samt ekki eins mikil og ég bjóst við og það var frekar góð breyting heldur en slæm. Aðal ástæðan fyrir því eru stundatöflurnar.
Í lok 7. bekkjar var ég orðin spennt og stressuð yfir því að taka svona mikið stökk og fara upp á unglingastig, ég hafði líka heyrt að það ætti að vera eitthvað svaka stökk. Ég var aðallega spennt yfir því að þurfa ekki að fara í frímínútur af því að það gat verið mjög kalt úti og allir að krókna úr kulda en mér finnst samt fínt hvernig skipulagið er á þessum frímínútum. Þá hafa krakkarnir sem þurfa að fara út eitthvað til að hlakka til á unglingastigi. En nóg um það, ég ætla að tala um muninn á stundatöflunum á miðstigi og unglingastigi. Að mínu mati eru stundatöflurnar miklu betri á unglingastigi vegna þess að maður getur verið skipulagðari, þá veit maður hvaða tíma maður fer í næst og getur skipulagt sig eftir því. Mér finnst líka að skóladagurinn líði hraðar. Á stundatöflunni sér maður alltaf í hvaða tíma maður fer og hjá hvaða kennara.
Persónulega hefði ég viljað hafa stundatöfluna mína svona í 6. og 7. bekk. Mér fannst alltaf óþægilegt að vita ekki í hvaða tíma ég færi næst eða hvaða fag væri næst. Á stundatöflunum hjá krökkum á yngsta stigi og miðstigi kemur lítið bil þar sem eiga að vera frímínútur, það stendur hvenær er matur, íþróttir eða sund. Reyndar stendur inn á stundatöflunum á miðstigi hvenær enska er og í 7. bekk þegar það er danska. Annars er restin af dálkunum í stundatöflunni bara merkt sem „bekkjarkennsla“ en mætti kannski merkja frekar sem stærðfræði eða íslenska svo dæmi sé nefnt. Það ætti að breyta töflunum hjá 6. og 7. bekk og hafa þær eins og þær eru á unglingastigi. Þá geta nemendur séð á hvaða tíma fögin eru.
Mér þá finnst Giljaskóli mjög góður skóli en ef þessum stundatöflum yrði breytt þá yrði hann enn betri. Þá gætu krakkarnir á miðstigi verið skipulagðari og vitað í hvaða tíma þeir ættu að fara í næst og gætu þannig skipulagt sig eftir því. Ég hefði allavega viljað það á meðan ég var í 6. eða 7. bekk.
Kolbrá Svanlaugsdóttir 8.SKB