Þann 6.október síðastliðinn var fréttamaður að nafni Einar Jóhann Tryggvason sendur i skóla á Akureyri. Skólinn heitir Giljaskóli en í honum stunda 398 nemendur nám. Þegar fréttamaðurinn mætti á svæðið til að gera frétt um daglegt líf í skólanum varð hann hissa. Hann átti í erfiðleikum með að finna efni í frétt. Því ákvað hann að fjalla um það af hverju ekkert gerist í skólanum.
Lítið sem ekki neitt var að gerast þegar Einar kom á staðinn. Hann fór og kannaði málin. Hann spurði nokkra nemendur i skólanum hvað þeim fyndist að þyrfti að gera til að skólinn yrði líflegri. Tveir nemendur á unglingastigi urðu á vegi Einars og spurði hann þá spjörunum úr. Öðrum fannst að það mætti hafa fleiri uppbrotsdaga, t.d. sérstakan íþróttadag og fleira í þeim dúr. Hinum nemandanum fannst að það þyrfti að hafa fleiri útivistardaga. Hann sagði nauðsynlegt að gera hús fyrir félagsmiðstöðina þvi vistunin i skólanum notaði sömu aðstöðu.
Ekki er mikið farið í rútuferðir í Giljaskóla, frekar en í öðrum grunnskólum, vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Það skýrir fáar vettvangs- og upplifunarferðir á vegum skólans. Á hverju ári eru þemadagar fyrir nemendur í 1.-7. bekk en nemendur í 8.-10. bekk brjóta upp hefðbundið skólastarf með stuttmyndadögum. Það er gott svo langt sem það nær. Fjárhagurinn í Giljskóla er erfiður og þess vegna þarf að beita aðferðum til þess að spara peninga. Sem dæmi má nefna að slökkt er á sumum ljósum í skólanum meðan skólastarf fer fram. Þá er gervigrasvöllurinn ekki upphitaður með sama hætti og áður. Þó ekki séu til peningar i skólanum finnst nemendum að það mætti í staðinn reyna oftar að vera með uppbrotsdaga. Að lokum vill Einar nefna stólana í matsalnum en þeir eru mjög óþægilegir.
Svarið við spurningunni í fyrirsögn greinarinnar er því tvíþætt: Of lítið uppbrot á hefðbundnu skólastarfi og erfið fjárhagsstaða. Einar vill þakka skólanum fyrir að leyfa honum að fá að skrifa þessa frétt. Honum finnst Giljaskóli flottur skóli en að það þurfi að lífga meira upp á hann.
Einar Jóhann Tryggvason
9. BKÓ
Giljaskóli, haustið 2011