Síðastliðið haust var haldið upp á 20 ára afmæli skólans eða föstudaginn 13. nóvember 2015. Þemadagar voru haldnir dagana áður.
Á þemadögum eða 11. og 12. nóvember 2015 fyrir afmælið. Markmiðið með því var að brjóta upp venjulega dagskrá og leyfa nemendum og starfsmönnum að vinna saman. Sérdeildin tók þátt á þemadögum eins mikið og þau gátu. Það var mæting á venjulegum skólatíma og skólinn var búinn um hádegi. Í heimilisfræðistofunni var unnið við að gera afmælisköku fyrri daginn voru bakaðar nokkrar kökur og seinni daginn var búið til smjörkrem og kökurnar skreyttar. Hver kaka var skreytt með einum bókstaf, þannig að saman mynduðu kökurnar orðin GILJASKÓLI 20 ÁRA. Kökurnar voru samt aðeins fleiri en það svo að restin af kreminu var notað til að skreyta kökurnar. Það var líka bökuð kaka fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir mjók og eggjum. Þannig að það væri nú eitthvað handa öllum. Það var líka unnið í rjóðrinu en þar var verið að laga það sem hafði verið skemmt eða skemmst. Síðan var verið að bæta við einhverju inn í rjóðrið og gera það bara enn betra. Á þemadögum einnig voru tekin viðtöl við gamla nemendur og starfsmenn. Það átti að taka viðtal allavegana við einn nemanda og einn fyrrverandi starfsmann. Það voru nokkrir nemendur sem voru báða dagana að vinna að þessu verkefni og tóku þá viðtal við tvær eða þrjár manneskjur, svo voru nokkrir sem áttu að vera gera einhvern skúlptúr sem voru sendir á staði sem vantaði aðstoð á. En það var hætt við að gera hann og þess vegna voru krakkar sendir til að gera eitthvað annað. Einn hópur sá um að búa til pylsuvagna til þess að geta borið fram pylsurnar á afmælishátíðinni. Síðan var verið að gera allskoar skraut með litlu krökkunum. Skrautið var síðan notað til þess að skreyta skólann. Einn hópur skoðaði sögu skólans og bjó til tímalínu sem hengd var upp. Og enn annar hópur fann myndir af nemendum og starfsfólkinu til að hengja upp og síðan var settur blýantur við myndirnar og fólk mátti skrifa við myndirnar hverjir væru á myndunum.
Á afmælisdaginn sjálfan var farið í skrúðgöngu. Síðan var kakan borðuð milli 10 og 11 og svo um hádegið voru pylsurnar borðaðar. Þess á milli var labbað um skólann og skoðað hvað hefði verið afrekað á þessum þemadögum. Afmælishátíðin tókst afar vel.
Guðrún Margrét 9.SKB