Árshátíð unglingastigs Giljaskóla

Fyrri hluti árshátíðar unglingastigs (8. - 10. b) Giljaskóla verður haldin á sal skólans 

miðvikudaginn 17. mars  kl. 17:30.  Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðna og aðra gesti. Nemendur  Giljaskóla og börn fædd 2004 og síðar borga ekkert. Selt er inn við innganginn.

Á árshátíðinni verða sýndar 7 kvikmyndir sem nemendur unnu á stuttmyndadögum. Sýningin mun taka rúmlega klukkustund og eftir það verður kaffihlaðborð þar sem 10. bekkur selur kaffi og meðlæti.

Kaffihlaðborð kostar 700 krónur fyrir fullorðna og fyrir 8.bekk og  eldri, 300 krónur fyrir nemendur  í 1. – 7.bekk, yngri börn fá frítt.

Við vonum að allir sjái sér fært að mæta og eiga góða stund með börnum sínum í skólanum.