Barnabækur og heimsóknir höfunda

Um þessar mundir er jólabókaflóðið að skella á og af því tilefni fáum við í Giljaskóla ýmsa góða gesti. Barnabókahöfundar koma í heimsókn, lesa úr verkum sínum og spjalla við nemendur. Brynhildur Þórarinsdóttir kom  um daginn og las fyrir nemendur úr nýútkominni bók sinni. Sömuleiðis Gunnar Helgason. Þorgrímur Þráinsson er væntanlegur í næstu viku. Vegna skipulags í stundatöflu og mismunandi markhópa les hver höfundur fyrir 2-3 árganga.

Í desember verða svo bókakynningar fyrir alla bekki skólans á skólasafninu okkar. Þá les skólasafnskennari úr nýjum bókum og kynnir efni fyrir alla. Árlegur viðburður sem gleður alla, piparkökur, kertaljós og góð stemning.